Telja að FBI og ráðuneytið hafi horn í síðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 10:04 Höfuðstöðvar FBI í J. Edgar Hoover-byggingunni í Washington-borg. Yfirmenn stofnunarinnar hafa legið undir nær stanslausri gagnrýni Trump frá því að Rússarannsóknin komst á almannavitorð. Vísir/AFP Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Meirihluti repúblikana í Bandaríkjunum telur að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið reyni að grafa undan Donald Trump forseta. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að linnulaus gagnrýni Trump og bandamanna hans á þingi gegn æðstu löggæslustofnunum landsins móti viðhorf repúblikana. Samkvæmt könnun Reuters-fréttastofunnar og Ipsos sögðust 73% repúblikana vera sammála þeirri staðhæfingu að starfsmenn FBI og dómsmálaráðuneytisins vinni að því að grafa undan lögmæti Trump forseta með rannsóknum sem eigi sér pólitískar rætur. Trump hefur sjálfur ítrekað fullyrt að Rússarannsóknin sé pólitískar nornaveiðar gegn honum, runnar undan rótum demókrata sem séu tapsárir eftir forsetakosningarnar árið 2016. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu að birta opinberlega leynilegt minnisblað í síðustu viku þar sem fullyrt var að yfirmenn FBI og ráðuneytisins hafi gerst sekir um misferli þegar þeir fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump. Það gerðu þeir þrátt fyrir mótbárur FBI og ráðuneytisins. Á móti telja þrír af hverjum fjórum demókrötum í könnuninni að repúblikanar og Hvíta húsið séu að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins vegna Rússarannsóknarinnar.Vinnur hvort sem hann verður hreinsaður af sök eða ekki Viðhorf repúblikana til tveggja æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna þykir saga til næsta bæjar. Flokkurinn hefur lengi verið sjálfskipaður málsvari laga og reglna. Repúblikanar hafa yfirleitt borið mest traust til löggæslustofnana. Þannig sögðust 84% repúblikana vera jákvæðir í garð FBI í könnun Reuters og Ipsos í janúar árið 2015. Í síðasta mánuði sagðist 91% þeirra hafa mikið eða nokkuð traust í garð löggæslustofnana Bandaríkjanna. Erroll Southers, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum og fyrrverandi FBI-fulltrúi, segir niðurstöður könnunarinnar nú sýna áhrifin sem Trump hefur á viðhorf flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum. Hann græði aðeins á því að vega að trúverðugleika stofnananna sem stjórna rannsókn á honum. „Hann getur ekki tapað á þessu. Ef [rannsóknin] hreinsar hann, þá vinnur hann. Ef hann verður það ekki þá útskýrir hann að FBI sé spillt og að þetta séu allt nornaveiðar og hann vinnur,“ segir Southers sem telur að stuðingsmenn forsetans muni tvíeflas hvor sem niðurstaða rannsóknarinnar verður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00