Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir í kynferðisbrotamálum og eflingu löggæslu. vísir/stefán „Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið. Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið.
Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02