Geimskipið sem opnar fyrir sköpunarkraftinn Magnús Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2018 10:00 Árni Ólafur segir að það sé svona gottvont að láta frá sér þessa mynd eftir svona langa meðgöngu. Visir/Ernir Dag einn fékk ég símtal og hef aldrei áður verið svona málaliði ef svo má segja. Friðrik Erlingsson á handritið og fór með það til Gunnars Karlssonar teiknara og Hilmars Sigurðssonar framleiðanda en þeir gerðu saman Þór á sínum tíma. Gunni og Hilmar voru þá nýbúnir að stofna fyrirtækið Gunhill sem var til húsa í kjallaranum heima hjá Gunna, þannig að þetta byrjar smátt en draumarnir eru stórir,“ segir Árni Ólafur Ásgeirsson, kvikmyndaleikstjóri og leikstjóri teiknimyndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn sem var frumsýnd nú í lok vikunnar. Árni Ólafur segir að hann hafi fengið þetta símtal fyrir einum fimm árum. „Ég hitti þá á fundi og þeir buðu mér að taka að mér að leikstýra verkefninu. Ég horfði á þá í dálitla stund og spurði þá svo bara hvort það væri ekki allt í lagi með þá. Ég hef aldrei komið nálægt vinnu við teiknimynd og að auki get ég ekki einu sinni teiknað egg til þess að bjarga líf mínu. En auðvitað varð ég spenntur svo ég fékk að lesa handritið og þá féll ég kylliflatur fyrir þessari sögu því hún er falleg.“Fyrst útvarpsleikrit Árni Ólafur er lærður kvikmyndaleikstjóri frá virtum skóla í Póllandi en þar var ekki hugað að því sérstaklega hvernig maður leikstýrir teiknimyndum. En hvernig leikstýrir maður teiknimynd? „Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta er ekkert svo ólíkt því að leikstýra hverri annarri kvikmynd. Ef þú ímyndar þér senu og í henni eru tvær manneskjur sem sitja við borð og eru að tala saman eins og við núna, þá þarf myndavélin að vera einhvers staðar. Síðan þarf á ákveðnum tímapunkti að ákveða hvenær við klippum úr víða skotinu og yfir í nærmyndina og hina nærmyndina og svo framvegis. Það þarf að útfæra þessa senu listrænt og það er hlutverk leikstjórans. En auðvitað eru þetta mjög mörg þrep. Við handteiknum hvern einasta ramma áður en við förum með þetta í tölvurnar en áður en að því kemur tökum við upp allar raddirnar og gerum bara útvarpsleikrit. Við gerðum það fyrir tveimur árum úti í London með breskum leikurum vegna þess að frumútgáfan er á ensku. Þetta er gert svona vegna þess að talið og hreyfingarnar á munnunum, eða öllu heldur goggunum í þessu tilviki, þurfa að passa saman. Hreyfast í takt við orðin.Visir/ErnirTvær sekúndur á dag Þannig að mjög stór hluti af minni vinnu fór fram á fyrstu stigum vinnslunnar. Að leggja alla myndina og taka ákvarðanir sem átti síðan eftir að teikna. Þegar þetta er komið í tölvuna sit ég með kvikurunum, eins og animators eru kallaðir á íslensku, og við setjum tilfinningarnar í andlitsdrættina og hreyfingarnar og í raun tala ég við kvikarana eins og ég sé að tala við leikara. Þessir teiknarar eru ótrúlega hæfileikaríkir og magnað að sjá hvernig þeir ná að fanga tilfinningar. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hvað það er mikil vinna á bak við þetta vegna þess að með fullkomnasta tölvubúnaði og bestu forritum sem er hægt að fá, svona eins og við erum að vinna þetta í, þá er góður kvikari að skila af sér tveimur sekúndum á dag. Góð vika er 10 sekúndur og við vorum að gera 90 mínútna mynd,“ segir Árni Ólafur og getur ekki annað en hlegið við tilhugsunina áður en hann bætir við: „Þess vegna fær maður bara eitt tækifæri og enga aðra töku og verður að sjá þetta fyrir sér og það ferli felur í sér heilmikla listræna ákvörðun. Þannig að maður verður bara að rækta búddamunkinn í sér.“Gríðarleg tækifæri Þó að hér sé unnið með erlendum framleiðendum þá er þetta gríðarlega stórt verkefni hvernig sem á það er litið. En skyldi Árni Ólafur hallast að því að það felist tækifæri í alþjóðlega teiknimyndageiranum fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Málið er að þetta er fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Myndin sem slík er fyrst og fremst fyrir börn en vonandi geta foreldrarnir komið með og skemmt sér ágætlega. En ef við hugsum aðeins um hvað það eru mörg börn í heiminum sem eru bara að bíða eftir næstu teiknimynd hvort sem hún er í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi, þá kemur í ljós að það er í raun ekki búið að rækta þennan markað ýkja mikið og að þarna er fullt af tækifærum. Það sýnir sig vel á því að þetta er í fyrsta skipti sem ég geri teiknimynd og það er búið að selja hana til 55 landa í kvikmyndahús og það áður en hún kemur út. Hún verður sýnd í bíó í öllum þessum löndum en kaupendurnir hafa ekki einu sinni séð hana, eftirspurnin er svo gríðarleg. Í kjölfar frumsýningar hérna heima sýnum við hana fullkláraða í Berlín eftir mánuð og hver veit hvað gerist þá? En þetta segir okkur hversu stórt tækifæri er í þessum bransa.“Lói lendir í ýmsum ævintýrum sem fylgir bæði dramatík og syngjandi gleði.Blóð, sviti og milljarður Árni Ólafur segir að sagan sem Friðrik hafi skrifað sé tímalaust ævintýri sem geti líka farið auðveldlega á milli ólíkra menningarheima. „Við myndfærum það á nútímalegan hátt en hann er samt að vinna með þessi klassísku minni. Þetta er mynd um vináttu, ástina, það að missa trúna á sjálfum sér og öðlast hana aftur – allt svona klassísk falleg þemu sem eiga alltaf erindi og þá sérstaklega við svona ungar sálir. Þetta er alþjóðlegt. En síðan gerist það að myndin er talsett á 55 tungumál og þannig að hún er óháð tungumálinu. Ef þú nærð þessu, að vera með góða sögu sem er ekki gísl tungumálsins, þá opnast einhverjar dyr, einhver markaður sem ég hef aldrei kynnst áður. Það var meiriháttar mál að selja mínar fyrri myndir eins og Brim eða Blóðbönd í sjónvarp í útlöndum en þetta er eitthvað allt annað. Eitthvað sem er alveg meira en þess virði að rækta.“ Þegar Árni Ólafur byrjaði að vinna að þessu verkefni kom honum á óvart hversu margir Íslendingar hafa lært teiknimyndagerð og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. „Þarna er reyndar mjög mikil sérhæfing og við erum kannski ekki með nægilega þekkingu til þess að fylla upp í allar stöður og ekki með fjármagn til að klára svona stór verkefni enda erum við að framleiða þessa mynd fyrir fjármagn frá Belgíu að miklu leyti. Þeir eiga alveg fullt í þessari mynd enda kostar milljarð að búa hana til að ógleymdu því að hún kostar blóð svita og tár sem er ekki síður mikils virði. En fyrst og fremst er þetta íslensk mynd, íslensk saga um íslenska lóu í íslensku umhverfi og þess vegna ber hún vonandi hróður íslenskrar kvikmyndagerðar víða um heim.“Eðlisfræði og geimskip En hvernig er að koma svona barni í heiminn eftir margra ára meðgöngu? „Já, það er nú svona gottvont,“ segir Árni Ólafur og glottir. „Það er að sjálfsögðu rosalegur léttir en það er kannski vond samlíking en þetta er samt dálítið eins og að vakna á sunnudegi eftir gott djamm og hugsa með sér: Ég ætla aldrei, aldrei aftur að fá mér í glas. En svo kemur fimmtudagur,“ segir Árni Ólafur og skellihlær. „Ætli það verði ekki svoleiðis með næstu mynd.“ Sérðu þá fyrir þér að halda áfram að leikstýra teiknimyndum? „Ég vona að í framtíðinni haldi ég áfram að gera leikið efni en það þýðir ekki að ég vilji ekki gera teiknimyndir, langt frá því. Það er eitt við það að gera teiknimyndir sem er þau lögmál sem þær myndir lúta. Geimskipið og allt verður að vera þannig í bíómyndum að þú verður að trúa því að það geti flogið en í teiknimyndum á það ekkert við. Að því leyti er þetta dálítið eins og að vera í leikhúsi þar sem má allt, alveg sama hversu abstrakt það er. Öll þessi lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við í teiknimyndum og það opnar fyrir skapandi kanala sem maður nánast vissi ekki að væru til. Þess vegna finnst mér þetta spennandi vettvangur. Hin stóra áskorunin er svo að finna barnið í sér. Setja sig í spor þess. Þessi mynd er skemmtileg og dramatísk og Lói lendir í alls konar ævintýrum og við vildum ekki gefa krökkunum einhvern afslátt af dramanu heldur treysta þeim og bera virðingu fyrir þeim. Hvernig það á svo eftir að ganga verður bara að koma í ljós en ég hef engar áhyggjur,“ segir Árni Óli og brosir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dag einn fékk ég símtal og hef aldrei áður verið svona málaliði ef svo má segja. Friðrik Erlingsson á handritið og fór með það til Gunnars Karlssonar teiknara og Hilmars Sigurðssonar framleiðanda en þeir gerðu saman Þór á sínum tíma. Gunni og Hilmar voru þá nýbúnir að stofna fyrirtækið Gunhill sem var til húsa í kjallaranum heima hjá Gunna, þannig að þetta byrjar smátt en draumarnir eru stórir,“ segir Árni Ólafur Ásgeirsson, kvikmyndaleikstjóri og leikstjóri teiknimyndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn sem var frumsýnd nú í lok vikunnar. Árni Ólafur segir að hann hafi fengið þetta símtal fyrir einum fimm árum. „Ég hitti þá á fundi og þeir buðu mér að taka að mér að leikstýra verkefninu. Ég horfði á þá í dálitla stund og spurði þá svo bara hvort það væri ekki allt í lagi með þá. Ég hef aldrei komið nálægt vinnu við teiknimynd og að auki get ég ekki einu sinni teiknað egg til þess að bjarga líf mínu. En auðvitað varð ég spenntur svo ég fékk að lesa handritið og þá féll ég kylliflatur fyrir þessari sögu því hún er falleg.“Fyrst útvarpsleikrit Árni Ólafur er lærður kvikmyndaleikstjóri frá virtum skóla í Póllandi en þar var ekki hugað að því sérstaklega hvernig maður leikstýrir teiknimyndum. En hvernig leikstýrir maður teiknimynd? „Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta er ekkert svo ólíkt því að leikstýra hverri annarri kvikmynd. Ef þú ímyndar þér senu og í henni eru tvær manneskjur sem sitja við borð og eru að tala saman eins og við núna, þá þarf myndavélin að vera einhvers staðar. Síðan þarf á ákveðnum tímapunkti að ákveða hvenær við klippum úr víða skotinu og yfir í nærmyndina og hina nærmyndina og svo framvegis. Það þarf að útfæra þessa senu listrænt og það er hlutverk leikstjórans. En auðvitað eru þetta mjög mörg þrep. Við handteiknum hvern einasta ramma áður en við förum með þetta í tölvurnar en áður en að því kemur tökum við upp allar raddirnar og gerum bara útvarpsleikrit. Við gerðum það fyrir tveimur árum úti í London með breskum leikurum vegna þess að frumútgáfan er á ensku. Þetta er gert svona vegna þess að talið og hreyfingarnar á munnunum, eða öllu heldur goggunum í þessu tilviki, þurfa að passa saman. Hreyfast í takt við orðin.Visir/ErnirTvær sekúndur á dag Þannig að mjög stór hluti af minni vinnu fór fram á fyrstu stigum vinnslunnar. Að leggja alla myndina og taka ákvarðanir sem átti síðan eftir að teikna. Þegar þetta er komið í tölvuna sit ég með kvikurunum, eins og animators eru kallaðir á íslensku, og við setjum tilfinningarnar í andlitsdrættina og hreyfingarnar og í raun tala ég við kvikarana eins og ég sé að tala við leikara. Þessir teiknarar eru ótrúlega hæfileikaríkir og magnað að sjá hvernig þeir ná að fanga tilfinningar. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hvað það er mikil vinna á bak við þetta vegna þess að með fullkomnasta tölvubúnaði og bestu forritum sem er hægt að fá, svona eins og við erum að vinna þetta í, þá er góður kvikari að skila af sér tveimur sekúndum á dag. Góð vika er 10 sekúndur og við vorum að gera 90 mínútna mynd,“ segir Árni Ólafur og getur ekki annað en hlegið við tilhugsunina áður en hann bætir við: „Þess vegna fær maður bara eitt tækifæri og enga aðra töku og verður að sjá þetta fyrir sér og það ferli felur í sér heilmikla listræna ákvörðun. Þannig að maður verður bara að rækta búddamunkinn í sér.“Gríðarleg tækifæri Þó að hér sé unnið með erlendum framleiðendum þá er þetta gríðarlega stórt verkefni hvernig sem á það er litið. En skyldi Árni Ólafur hallast að því að það felist tækifæri í alþjóðlega teiknimyndageiranum fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Málið er að þetta er fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Myndin sem slík er fyrst og fremst fyrir börn en vonandi geta foreldrarnir komið með og skemmt sér ágætlega. En ef við hugsum aðeins um hvað það eru mörg börn í heiminum sem eru bara að bíða eftir næstu teiknimynd hvort sem hún er í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi, þá kemur í ljós að það er í raun ekki búið að rækta þennan markað ýkja mikið og að þarna er fullt af tækifærum. Það sýnir sig vel á því að þetta er í fyrsta skipti sem ég geri teiknimynd og það er búið að selja hana til 55 landa í kvikmyndahús og það áður en hún kemur út. Hún verður sýnd í bíó í öllum þessum löndum en kaupendurnir hafa ekki einu sinni séð hana, eftirspurnin er svo gríðarleg. Í kjölfar frumsýningar hérna heima sýnum við hana fullkláraða í Berlín eftir mánuð og hver veit hvað gerist þá? En þetta segir okkur hversu stórt tækifæri er í þessum bransa.“Lói lendir í ýmsum ævintýrum sem fylgir bæði dramatík og syngjandi gleði.Blóð, sviti og milljarður Árni Ólafur segir að sagan sem Friðrik hafi skrifað sé tímalaust ævintýri sem geti líka farið auðveldlega á milli ólíkra menningarheima. „Við myndfærum það á nútímalegan hátt en hann er samt að vinna með þessi klassísku minni. Þetta er mynd um vináttu, ástina, það að missa trúna á sjálfum sér og öðlast hana aftur – allt svona klassísk falleg þemu sem eiga alltaf erindi og þá sérstaklega við svona ungar sálir. Þetta er alþjóðlegt. En síðan gerist það að myndin er talsett á 55 tungumál og þannig að hún er óháð tungumálinu. Ef þú nærð þessu, að vera með góða sögu sem er ekki gísl tungumálsins, þá opnast einhverjar dyr, einhver markaður sem ég hef aldrei kynnst áður. Það var meiriháttar mál að selja mínar fyrri myndir eins og Brim eða Blóðbönd í sjónvarp í útlöndum en þetta er eitthvað allt annað. Eitthvað sem er alveg meira en þess virði að rækta.“ Þegar Árni Ólafur byrjaði að vinna að þessu verkefni kom honum á óvart hversu margir Íslendingar hafa lært teiknimyndagerð og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. „Þarna er reyndar mjög mikil sérhæfing og við erum kannski ekki með nægilega þekkingu til þess að fylla upp í allar stöður og ekki með fjármagn til að klára svona stór verkefni enda erum við að framleiða þessa mynd fyrir fjármagn frá Belgíu að miklu leyti. Þeir eiga alveg fullt í þessari mynd enda kostar milljarð að búa hana til að ógleymdu því að hún kostar blóð svita og tár sem er ekki síður mikils virði. En fyrst og fremst er þetta íslensk mynd, íslensk saga um íslenska lóu í íslensku umhverfi og þess vegna ber hún vonandi hróður íslenskrar kvikmyndagerðar víða um heim.“Eðlisfræði og geimskip En hvernig er að koma svona barni í heiminn eftir margra ára meðgöngu? „Já, það er nú svona gottvont,“ segir Árni Ólafur og glottir. „Það er að sjálfsögðu rosalegur léttir en það er kannski vond samlíking en þetta er samt dálítið eins og að vakna á sunnudegi eftir gott djamm og hugsa með sér: Ég ætla aldrei, aldrei aftur að fá mér í glas. En svo kemur fimmtudagur,“ segir Árni Ólafur og skellihlær. „Ætli það verði ekki svoleiðis með næstu mynd.“ Sérðu þá fyrir þér að halda áfram að leikstýra teiknimyndum? „Ég vona að í framtíðinni haldi ég áfram að gera leikið efni en það þýðir ekki að ég vilji ekki gera teiknimyndir, langt frá því. Það er eitt við það að gera teiknimyndir sem er þau lögmál sem þær myndir lúta. Geimskipið og allt verður að vera þannig í bíómyndum að þú verður að trúa því að það geti flogið en í teiknimyndum á það ekkert við. Að því leyti er þetta dálítið eins og að vera í leikhúsi þar sem má allt, alveg sama hversu abstrakt það er. Öll þessi lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við í teiknimyndum og það opnar fyrir skapandi kanala sem maður nánast vissi ekki að væru til. Þess vegna finnst mér þetta spennandi vettvangur. Hin stóra áskorunin er svo að finna barnið í sér. Setja sig í spor þess. Þessi mynd er skemmtileg og dramatísk og Lói lendir í alls konar ævintýrum og við vildum ekki gefa krökkunum einhvern afslátt af dramanu heldur treysta þeim og bera virðingu fyrir þeim. Hvernig það á svo eftir að ganga verður bara að koma í ljós en ég hef engar áhyggjur,“ segir Árni Óli og brosir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira