Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 13:30 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35