„Höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 22:39 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Tíu skjálftar hafa mælst yfir þrír að stærð á svæðinu við Grímsey í dag. Þá hafa alls mælst um 1500 skjálftar síðan á miðnætti í nótt en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir um að ræða „gríðarlegt magn.“ „Ég get alveg sagt þér strax að það er ekkert hægt að spá fyrir um framhaldið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um næstu vendingar í jarðhræringum við Grímsey. „En þetta er bara stöðugt. Í dag voru eitthvað í kringum tíu skjálftar yfir þremur og þetta er gríðarlegt magn. Þetta eru alveg rúmlega 1500 skjálftar, ef ekki meira, í dag og heldur bara áfram.“Mikil skjálftavirkni hefur verið við Grímsey í dag eins og sést á þessu korti.Veðurstofa íslandsAukið mannafl þurft til að vakta Enginn stór skjálfti hefur þó mælst síðan fyrri part dags. „En við höldum áfram að vakta þetta þangað til það hættir eða eitthvað gerist, það verður bara að koma í ljós,“ segir Salóme en bætir við að enginn gosórói hafi enn fylgt skjálftunum.Sjá einnig: Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Salóme segir mikið álag á starfsfólki Veðurstofunnar sem vinni við að vakta skjálftana. Aukið mannafl hafi þurft við skjálftavaktina og sérfræðingar kallaðir sérstaklega út. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar við Grímsey undanfarin misseri og þá hefur ein slík nú staðið nær óslitið síðan 14. febrúar. Margir skjálftanna hafa fundist í Grímsey, einn Grímseyingur flúði til að mynda hús sitt í vikunni og svaf um borð í báti sínum. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," sagði Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12 Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00 Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46 Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Yfir þúsund skjálftar við Grímsey síðustu tvo sólarhringa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að þrír skjálftar hafi farið yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig. 16. febrúar 2018 08:12
Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa gengið yfir svæðið í og kringum Grímsey. Sjómaður í Grímsey hefur flúið í bátinn sinn enda hræddur við lætin en náttúruvásérfræðingur á veðurstofu Íslands segir GPS-mælingar ekki benda til kvikuhreyfinga þótt ekki sé hægt að útiloka stóra skjálfta á næstu dögum. 16. febrúar 2018 12:00
Á annað þúsund skjálftar mælst við Grímsey Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar. 16. febrúar 2018 21:46
Tæplega þúsund skjálftar á dag Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. 17. febrúar 2018 07:15