Handbolti

Fjórtán marka sigur í Eyjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ester Óskarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Eyjakonur
Ester Óskarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Eyjakonur Vísir/Vilhelm
ÍBV valtaði yfir Gróttu í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Olís deildar kvenna.

Botnlið Gróttu átti alltaf ærið verkefni fyrir höndum en það varð enn erfiðara þegar einn þeirra besti leikmaður í vetur, Lovísa Thompson, fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir brot á Söndru Dís Sigurðardóttur.

Eyjakonur höfðu sett tóninn strax í upphafi þegar þær skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Forysta þeirra í hálfleik var 11 mörk, 19-8.

Seinni hálfleikurinn var meira af því sama og fór svo að lokum að ÍBV sigraði með 14 mörkum, 37-23.

ÍBV fer með sigrinum í 24 stig í deildinni en situr þó enn í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Haukum og Fram. Grótta situr sem fastast á botninum með Fjölni.

Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 10, Ester Óskarsdóttir 7, Greta Kavaliauskaite 5, Karólína Bæhrenz 5, Kristrún Hlynsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Alexandra Ósk Gunnarsdóttir 1, Shadya Goumaz 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.

Mörk Gróttu: Savica Mrkik 9, Emma Havin Sardarsdóttir 4, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Þóra Guðný Arnarsdóttir 3, Guðrún Þorláksdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×