Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 12:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti var með Hinrik prins sér á hægri hönd í veislu Margrétar Þórhildar og Hinriks til heiðurs íslensku forsetahjónanna í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan. Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan.
Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“