Handbolti

Svona var stemmningin þegar KA og Akureyri börðust síðast um bæinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-mönnum var dæmdur sigur í fyrri leiknum.
KA-mönnum var dæmdur sigur í fyrri leiknum. Vísir/Ernir
Handboltaliðin frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri og KA, mætast í kvöld í mikilvægum leik í toppbaráttu Grill 66-deildar karla.

Það er ekki aðeins montrétturinn undir í kvöld heldur einnig toppsæti Grill 66-deildarinnar.

Þetta eru líka liðin sem spiluðu undir sama merki síðustu ár en slitu samstarfi fyrir núverandi tímabil með talsverðum látum í fjölmiðlum.

Við þetta bætist síðan að fyrri leikurinn endaði á kæru þar sem KA var dæmdur 10-0 sigur þar sem Akureyrarliðið notaði ólöglegan leikmann.  

Það munar síðan aðeins einu stigi á liðunum á toppi Grill 66-deildar karla, Akureyri er með 21 stig og KA hefur 20 stig. Næsta lið er síðan þremur stigum á eftir KA-mönnum.

Fyrri leikurinn endaði með 19-19 jafntefli fyrrir fram fullt KA-hús. KA var dæmdur 10-0 sigur en þetta er eina tap Akureyrarliðins í deildinni í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá fyrri leiknum og þar má sjá þá frábæru stemmningu sem var í KA-húsinu í október.





Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 en húsið opnar 18.00. KA-menn leggja á áherslu á það við stuðningsmenn sína að mæta snemma til að fá sæti því þegar liðin mættust í KA-heimilinu í haust komust færri að en vildu. 1200 manns sáu leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×