Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 21-41 │ Víkingar niðurlægðir Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 22:00 Stjarnan hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Vísir/Vilhelm Víkingar voru niðurlægðir á heimavelli af Stjörnunni í kvöld þegar Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 marka sigur, 21-41. Staðan í hálfleik 11-20 gestunum í vil. Allt frá fyrstu mínútu hafði Stjarnan tögl og haldir á leiknum. Það stefndi ekki alveg í afhroð fyrstu mínútur leiksins þar sem Víkingar voru með í leiknum fyrsta stundarfjórðunginn og staðan ekki nema 6-10 þegar 15 mínútur voru á klukkunni, en eftir það jókst forysta gestanna og staðan í hálfleik 11-20. Áhorfendur vonuðust eftir að fá Víkingana sterkari inní síðari hálfleikinn og þeir urðu ekki að ósk sinni, fyrsta mark heimamanna kom eftir 10 mínútur og staðan þá 12-28, áfram hélt leikurinn og Stjarnan var með sýningu í síðari hálfleiknum, þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi verið farnir að leika sér þá lagaðist leikur Víkinga ekkert og 20 marka sigur Garðabæinga staðreynd, lokatölur 21-41, sanngjörn úrslit.Af hverju vann Stjarnan Yfirburðir Stjörnunnar ótrúlegir, það má margt segja um þetta Víkings lið en þeir urðu sér til skammar í dag. Stjarnan sýndi þó frábæran leik allt frá fyrstu mínútu, þeir hafa setið gagnrýni fyrir síðustu leiki en byrjuðu að krafti í dag, vörn og sókn til fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr Allt Stjörnuliðið í heild sinni, erfitt að gera uppá milli í svona leik.Hvað gekk illa Víkingsliðið fékk á sig 41 mark sem er ekki ásættanlegt, vörnin var engin hjá liðinu og sóknarleikurinn dapur, þeir mættu ekki til leiks í dag, svo einfalt er það.Hvað gerist næst Tveir hörku leikir í næstu umferð, botnslagur þegar Fram tekur á móti Víkingum í Safamýrinni og einnig þegar Stjarnan fær Fjölnir í heimsókn.Gunnar: Skammarleg frammistaða „Við vorum rassskelltir“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, niðurlútur að leik loknum. „Það er eins og rafmagnið hafi farið af okkur líkt og af klukkunni hérna í upphafi leiks, skammarleg frammistaða, fullt af fólki að koma hérna að horfa á leikinn. Menn eru ekki tilbúnir í þetta, vörnin var skelfileg allan leikinn, þar af leiðandi náum við ekki neinni markvörslu og sóknarlega vorum við lélegir, tæknifeilar á eftir tæknifeilum. Grálegt að horfa uppá þetta“ sagði Gunnar ósáttur með leik sinna manna „Við vissum að við ættum tvo erfiða leiki framundan, veit ekki hvort leikmenn hafi haldið að þetta yrði eitthvað auðveldur leikur, en við gíruðum okkur uppí þennann leik og töldum okkur virkilega eiga möguleika, við tókum nú stig í Garðarbænum“ Gunnar viðurkennir að 20 marka tap hafi þó verið sanngjarnt í dag miðað við hvernig leikurinn var og segir að hans menn áttu bara aldrei séns. „Við fáum á okkur 41 mark, það sýnir og segir allt um það hversu svakalega lélegir við vorum“ Víkingur fær á sig 41 mark í dag gegn liði í 8.sæti deildarinnar, eiga þeir heima í þessari deild ? „Já, við teljum okkur geta haldið sætinu okkar, við eigum ennþá möguleika á því og á meðan það er í boði þá reynum við okkar besta en það þarf að gera töluvert betur en þetta svo það markmið gangi upp“ segir Gunnar að lokumEinar: Ég fór með kveikjara inní klefa til strákana Það var létt yfir Einari Jónssyni í kvöld, en lið hans hefur setið undir mikilli gagnrýni síðustu misseri. „Ég er gríðalega ánægður með strákana, þeir voru frábærir. Við notuðum vikuna vel í að hugsa okkar gang og það skilaði sér í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið að spila gegn einu af neðstu liðunum þá hafa þeir reynst mörgum erfiðir, við gerðum jafntefli við þá á heimavelli og vorum alveg meðvitaðir um það að við þyrftum að vera á tánum allar 60 mínúturnar og mæta strax til leiks“ sagði Einar og stoppaði þegar fljótt þegar hann var spurður út í hvort Stjarnan væri búinn að snúa við blaðinu „Höldum okkur á jörðinni, það er einn sigur kominn og við ætlum bara að halda áfram og markmiðið er að halda áfram að bæta sig. Það voru miklar framfarir á liðinu í dag og núna næstu vikur nýtum við í að vinna í okkar málum.“ „Ég er fyrst og fremstur bara ánægður með mitt lið og hvernig við vorum að spila. Við náðum að loka á þeirra hættulegasta sóknaratriði og þá lentu þeir bara í erfiðleikum eins og svo oft áður. Gunni á eftir að berja kraft og sjálfstrausti í þá og þeir koma til baka“ sagði Einar sem var farinn að hrósa Víkingum en bætti þó við að það væri hans lið sem ætti hrósið skilið í dag Seinni bylgjan kom inná það í síðasta þætti að Stjarnan þyrti að finna neistann aftur og að Einar þyrfti að leita sér að eldspýtustokki til að kveikja í strákunum, Einar kom inná það að þeir hefðu fundið neistann. „Ég fékk kveikjara gefins fyrir leik, ég fór með hann inní klefa og strákarnir vissu um hvað málið snérist.” Olís-deild karla
Víkingar voru niðurlægðir á heimavelli af Stjörnunni í kvöld þegar Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 20 marka sigur, 21-41. Staðan í hálfleik 11-20 gestunum í vil. Allt frá fyrstu mínútu hafði Stjarnan tögl og haldir á leiknum. Það stefndi ekki alveg í afhroð fyrstu mínútur leiksins þar sem Víkingar voru með í leiknum fyrsta stundarfjórðunginn og staðan ekki nema 6-10 þegar 15 mínútur voru á klukkunni, en eftir það jókst forysta gestanna og staðan í hálfleik 11-20. Áhorfendur vonuðust eftir að fá Víkingana sterkari inní síðari hálfleikinn og þeir urðu ekki að ósk sinni, fyrsta mark heimamanna kom eftir 10 mínútur og staðan þá 12-28, áfram hélt leikurinn og Stjarnan var með sýningu í síðari hálfleiknum, þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi verið farnir að leika sér þá lagaðist leikur Víkinga ekkert og 20 marka sigur Garðabæinga staðreynd, lokatölur 21-41, sanngjörn úrslit.Af hverju vann Stjarnan Yfirburðir Stjörnunnar ótrúlegir, það má margt segja um þetta Víkings lið en þeir urðu sér til skammar í dag. Stjarnan sýndi þó frábæran leik allt frá fyrstu mínútu, þeir hafa setið gagnrýni fyrir síðustu leiki en byrjuðu að krafti í dag, vörn og sókn til fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr Allt Stjörnuliðið í heild sinni, erfitt að gera uppá milli í svona leik.Hvað gekk illa Víkingsliðið fékk á sig 41 mark sem er ekki ásættanlegt, vörnin var engin hjá liðinu og sóknarleikurinn dapur, þeir mættu ekki til leiks í dag, svo einfalt er það.Hvað gerist næst Tveir hörku leikir í næstu umferð, botnslagur þegar Fram tekur á móti Víkingum í Safamýrinni og einnig þegar Stjarnan fær Fjölnir í heimsókn.Gunnar: Skammarleg frammistaða „Við vorum rassskelltir“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, niðurlútur að leik loknum. „Það er eins og rafmagnið hafi farið af okkur líkt og af klukkunni hérna í upphafi leiks, skammarleg frammistaða, fullt af fólki að koma hérna að horfa á leikinn. Menn eru ekki tilbúnir í þetta, vörnin var skelfileg allan leikinn, þar af leiðandi náum við ekki neinni markvörslu og sóknarlega vorum við lélegir, tæknifeilar á eftir tæknifeilum. Grálegt að horfa uppá þetta“ sagði Gunnar ósáttur með leik sinna manna „Við vissum að við ættum tvo erfiða leiki framundan, veit ekki hvort leikmenn hafi haldið að þetta yrði eitthvað auðveldur leikur, en við gíruðum okkur uppí þennann leik og töldum okkur virkilega eiga möguleika, við tókum nú stig í Garðarbænum“ Gunnar viðurkennir að 20 marka tap hafi þó verið sanngjarnt í dag miðað við hvernig leikurinn var og segir að hans menn áttu bara aldrei séns. „Við fáum á okkur 41 mark, það sýnir og segir allt um það hversu svakalega lélegir við vorum“ Víkingur fær á sig 41 mark í dag gegn liði í 8.sæti deildarinnar, eiga þeir heima í þessari deild ? „Já, við teljum okkur geta haldið sætinu okkar, við eigum ennþá möguleika á því og á meðan það er í boði þá reynum við okkar besta en það þarf að gera töluvert betur en þetta svo það markmið gangi upp“ segir Gunnar að lokumEinar: Ég fór með kveikjara inní klefa til strákana Það var létt yfir Einari Jónssyni í kvöld, en lið hans hefur setið undir mikilli gagnrýni síðustu misseri. „Ég er gríðalega ánægður með strákana, þeir voru frábærir. Við notuðum vikuna vel í að hugsa okkar gang og það skilaði sér í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið að spila gegn einu af neðstu liðunum þá hafa þeir reynst mörgum erfiðir, við gerðum jafntefli við þá á heimavelli og vorum alveg meðvitaðir um það að við þyrftum að vera á tánum allar 60 mínúturnar og mæta strax til leiks“ sagði Einar og stoppaði þegar fljótt þegar hann var spurður út í hvort Stjarnan væri búinn að snúa við blaðinu „Höldum okkur á jörðinni, það er einn sigur kominn og við ætlum bara að halda áfram og markmiðið er að halda áfram að bæta sig. Það voru miklar framfarir á liðinu í dag og núna næstu vikur nýtum við í að vinna í okkar málum.“ „Ég er fyrst og fremstur bara ánægður með mitt lið og hvernig við vorum að spila. Við náðum að loka á þeirra hættulegasta sóknaratriði og þá lentu þeir bara í erfiðleikum eins og svo oft áður. Gunni á eftir að berja kraft og sjálfstrausti í þá og þeir koma til baka“ sagði Einar sem var farinn að hrósa Víkingum en bætti þó við að það væri hans lið sem ætti hrósið skilið í dag Seinni bylgjan kom inná það í síðasta þætti að Stjarnan þyrti að finna neistann aftur og að Einar þyrfti að leita sér að eldspýtustokki til að kveikja í strákunum, Einar kom inná það að þeir hefðu fundið neistann. „Ég fékk kveikjara gefins fyrir leik, ég fór með hann inní klefa og strákarnir vissu um hvað málið snérist.”