Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 35-36 | Selfyssingar stálu ótrúlegum sigri í Eyjum Einar Kárason skrifar 28. febrúar 2018 23:00 Vísir/Anton Þjálfarar beggja liða töluðu um fyrir leik að þeir voru að búast við hörkuleik þegar ÍBV tók á móti Selfoss í Vestmannaeyjum í kvöld. Sú varð nú heldur betur raunin. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en svo fór vörn og varsla Eyjamanna í gang og náðu þeir ágætis forskoti sem þeir héldu alveg þar til hálfleiksbjallan hljómaði. Þegar gengið var til búningsherbergja voru heimamenn 5 mörkum yfir og allt virtist vera að ganga upp. Síðari hálfleikurinn var spilaður af miklu jafnræði og liðin skiptust á að skora, tapa boltum og láta reka sig útaf. Þegar innan við 10 mínútur lifðu leiks voru Eyjamenn með 3 marka forustu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga tók þá leikhlé og virtist ná að lyfta sínum mönnum upp á næsta stig en einungis örfáum mínútum síðar hafði þeim tekist að jafna leikinn og þegar 5 mínútur voru eftir komust þeir yfir. Mínútum síðar voru gestirnir komnir 3 mörkum yfir og virtust vera búnir að hirða öll stigin. Eyjamenn komu þá til baka og þegar um hálf mínúta lifði leiks munaði einu marki. Liðin skoruðu þá sitthvort markið en Selfyssingar áttu boltann þegar 11 sekúndur lifðu leiks, spiluðu þær vel út og unnu þar með leikinn, 35-36, í hreint ótrúlegum leik.Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar gerðu vel í að halda sér á floti í leiknum en á köflum leit þetta alls ekki vel út. Þeir einfaldlega héldu bara áfram og þjöppuðu sér saman í seinni hálfleiknum þegar mest á reyndi og náðu að kreysta út sigurinn.Hvað gekk illa? Varnir liðanna voru ekki sérstakar í dag þegar uppi er staðið. Varnarleikur ÍBV var ekki góður í seinni hálfleik eftir að hafa verið flottur framan af. Menn voru einnig að klikka á dauðafærum í sókninni og tapa boltum og var refsað fyrir það.Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson, Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson voru öflugir sóknarlega hjá Selfyssingum. Hjá Eyjamönnum voru Agnar Smári Jónsson, með 11/13, og Róbert Aron Hostert, 7/9, atkvæðamestir sóknarlega og Aron Rafn Eðvarðsson virkilega flottur í markinu framan af, þó það hafi fjarað undan honum.Hvað gerist næst? Nú tekur bikarinn við þar sem Eyjamenn spila gegn Haukum og Selfyssingar gegn Fram, þann 9. mars.Patrekur: Lyftingar og jóga á morgun „Ég er hrikalega ánægður með þetta. Að sigra hérna á móti ÍBV, þeir eru ógeðslega sterkir. Þetta var skemmtilegur leikur,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga eftir leik. „Fyrri hálfleikur var svona allt í lagi þangað til svona seinni partinn þegar við fórum að kasta þversum á völlinn. Við erum undir í hálfleik en samt sem áður þá gefumst við aldrei upp og ég er hrikalega ánægður með strákana. Hvað á maður að segja annað. Þetta var góður leikur á móti frábæru liði.” Selfoss var 5 mörkum undir í hálfleik og voru undir mest megnið af þeim síðari. „Við töluðum um það í hálfleik. Við breytum svo sem ekki leikskipulagi en fáum meiri ákveðnari árásir. Eyjamenn eru með frábæra vörn og þegar það er eitthvað hik á mönnum sóknarlega þá stendur hún mjög vel. Þegar leið á leikinn vorum við áræðnir og ákveðnir. Ég held að við höfum bara trúað á okkur.” „Við erum bara að berjast áfram í þessum pakka, efstu 5. Ég er bara ánægður með það en núna kemur smá pása í deildinni og þá er það bikarinn. Á morgun tökum við bara lyftingar og jóga. Förum á Kaffi Krús og höldum góðan fund þar. Síðan fá strákarnir frí, það er búið að vera mikið álag á mönnum,” sagði Patrekur að lokum.Arnar: Man ekki eftir öðru eins „Þetta var arfaslakur seinni hálfleikur, varnarlega sérstaklega,” sagði Arnar Pétursson, skiljanlega ósáttur eftir tapið. Eyjamenn voru 5 mörkum yfir í hálfleik en í þeim síðari áttu töflin eftir að snúast. „Í seinni hálfleik erum við að fá á okkur 22 mörk. Ég man ekki eftir því að að hafa fengið á okkur 22 mörk. Ég hef svo sem kannski klikkað á því að bregðast ekki við.” „Þetta er bara lélegur varnarleikur hérna í seinni hálfleik og ákveðið karaktersleysi að klára ekki svona leik,” sagði Arnar.Einar: Engin sjóriða enda komum við með flugi Einar Sverrisson, skytta Selfyssinga var sammála blaðamanni um að þessi leikur hafi verið alvöru rússíbani. „Við vorum hérna eins og aular í fyrri hálfleik, fannst mér. Við vorum að sækja illa á markið og varnarleikurinn svolítið lak hjá okkur. Svo komum við til baka í seinni og þéttum þetta hjá okkur.” „Svo finnst mér Eyjamenn svolítið kærulausir. Allavega komumst við bara á lagið og komumst þarna 3 mörkum yfir þegar það eru svona 5 mínútur eftir og það held ég skilaði þessum sigri í dag. Baráttan.” Selfyssingar tóku leikhlé þegar lítið var eftir en eftir það voru þeir frábærir. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið sjóriða í okkur þar sem við komum með flugi en við þéttum þetta heldur betur og fórum að vinna saman sem liðsheild og þá small þetta.” Olís-deild karla
Þjálfarar beggja liða töluðu um fyrir leik að þeir voru að búast við hörkuleik þegar ÍBV tók á móti Selfoss í Vestmannaeyjum í kvöld. Sú varð nú heldur betur raunin. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en svo fór vörn og varsla Eyjamanna í gang og náðu þeir ágætis forskoti sem þeir héldu alveg þar til hálfleiksbjallan hljómaði. Þegar gengið var til búningsherbergja voru heimamenn 5 mörkum yfir og allt virtist vera að ganga upp. Síðari hálfleikurinn var spilaður af miklu jafnræði og liðin skiptust á að skora, tapa boltum og láta reka sig útaf. Þegar innan við 10 mínútur lifðu leiks voru Eyjamenn með 3 marka forustu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga tók þá leikhlé og virtist ná að lyfta sínum mönnum upp á næsta stig en einungis örfáum mínútum síðar hafði þeim tekist að jafna leikinn og þegar 5 mínútur voru eftir komust þeir yfir. Mínútum síðar voru gestirnir komnir 3 mörkum yfir og virtust vera búnir að hirða öll stigin. Eyjamenn komu þá til baka og þegar um hálf mínúta lifði leiks munaði einu marki. Liðin skoruðu þá sitthvort markið en Selfyssingar áttu boltann þegar 11 sekúndur lifðu leiks, spiluðu þær vel út og unnu þar með leikinn, 35-36, í hreint ótrúlegum leik.Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar gerðu vel í að halda sér á floti í leiknum en á köflum leit þetta alls ekki vel út. Þeir einfaldlega héldu bara áfram og þjöppuðu sér saman í seinni hálfleiknum þegar mest á reyndi og náðu að kreysta út sigurinn.Hvað gekk illa? Varnir liðanna voru ekki sérstakar í dag þegar uppi er staðið. Varnarleikur ÍBV var ekki góður í seinni hálfleik eftir að hafa verið flottur framan af. Menn voru einnig að klikka á dauðafærum í sókninni og tapa boltum og var refsað fyrir það.Hverjir stóðu upp úr? Atli Ævar Ingólfsson, Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson voru öflugir sóknarlega hjá Selfyssingum. Hjá Eyjamönnum voru Agnar Smári Jónsson, með 11/13, og Róbert Aron Hostert, 7/9, atkvæðamestir sóknarlega og Aron Rafn Eðvarðsson virkilega flottur í markinu framan af, þó það hafi fjarað undan honum.Hvað gerist næst? Nú tekur bikarinn við þar sem Eyjamenn spila gegn Haukum og Selfyssingar gegn Fram, þann 9. mars.Patrekur: Lyftingar og jóga á morgun „Ég er hrikalega ánægður með þetta. Að sigra hérna á móti ÍBV, þeir eru ógeðslega sterkir. Þetta var skemmtilegur leikur,” sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga eftir leik. „Fyrri hálfleikur var svona allt í lagi þangað til svona seinni partinn þegar við fórum að kasta þversum á völlinn. Við erum undir í hálfleik en samt sem áður þá gefumst við aldrei upp og ég er hrikalega ánægður með strákana. Hvað á maður að segja annað. Þetta var góður leikur á móti frábæru liði.” Selfoss var 5 mörkum undir í hálfleik og voru undir mest megnið af þeim síðari. „Við töluðum um það í hálfleik. Við breytum svo sem ekki leikskipulagi en fáum meiri ákveðnari árásir. Eyjamenn eru með frábæra vörn og þegar það er eitthvað hik á mönnum sóknarlega þá stendur hún mjög vel. Þegar leið á leikinn vorum við áræðnir og ákveðnir. Ég held að við höfum bara trúað á okkur.” „Við erum bara að berjast áfram í þessum pakka, efstu 5. Ég er bara ánægður með það en núna kemur smá pása í deildinni og þá er það bikarinn. Á morgun tökum við bara lyftingar og jóga. Förum á Kaffi Krús og höldum góðan fund þar. Síðan fá strákarnir frí, það er búið að vera mikið álag á mönnum,” sagði Patrekur að lokum.Arnar: Man ekki eftir öðru eins „Þetta var arfaslakur seinni hálfleikur, varnarlega sérstaklega,” sagði Arnar Pétursson, skiljanlega ósáttur eftir tapið. Eyjamenn voru 5 mörkum yfir í hálfleik en í þeim síðari áttu töflin eftir að snúast. „Í seinni hálfleik erum við að fá á okkur 22 mörk. Ég man ekki eftir því að að hafa fengið á okkur 22 mörk. Ég hef svo sem kannski klikkað á því að bregðast ekki við.” „Þetta er bara lélegur varnarleikur hérna í seinni hálfleik og ákveðið karaktersleysi að klára ekki svona leik,” sagði Arnar.Einar: Engin sjóriða enda komum við með flugi Einar Sverrisson, skytta Selfyssinga var sammála blaðamanni um að þessi leikur hafi verið alvöru rússíbani. „Við vorum hérna eins og aular í fyrri hálfleik, fannst mér. Við vorum að sækja illa á markið og varnarleikurinn svolítið lak hjá okkur. Svo komum við til baka í seinni og þéttum þetta hjá okkur.” „Svo finnst mér Eyjamenn svolítið kærulausir. Allavega komumst við bara á lagið og komumst þarna 3 mörkum yfir þegar það eru svona 5 mínútur eftir og það held ég skilaði þessum sigri í dag. Baráttan.” Selfyssingar tóku leikhlé þegar lítið var eftir en eftir það voru þeir frábærir. „Það er ekki hægt að segja að það hafi verið sjóriða í okkur þar sem við komum með flugi en við þéttum þetta heldur betur og fórum að vinna saman sem liðsheild og þá small þetta.”