Hættir við heimsókn til Bandaríkjanna eftir spennuþrungið símtal við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2018 17:31 Peña Nieto og Trump hittust á G20-leiðtogafundinum í Þýskalandi í sumar. Vísir/AFP Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, hefur lagt hugmyndir um opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á hilluna eftir að símtal hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fór ekki að óskum í vikunni. Trump var ekki tilbúinn að viðurkenna afstöðu Mexíkóstjórnar um að hún ætli ekki að greiða fyrir vegg á landamærum landanna. Landamæramúrinn var eitt helsta baráttumál Trump í kosningabaráttunni árið 2016. Þar fullyrti hann að Mexíkóar kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Eins og gefur að skilja hafa þær hugmyndir fallið í grýttan jarðveg hjá mexíkóskum stjórnvöldum. Peña Nieto blés meðal annars af fyrirhugaða heimsókn til Bandaríkjanna skömmu eftir að Trump tók við embætti vegna ágreinings um múrinn.Segja Trump hafa verið pirraðan og við að missa þolinmæðina Washington Post segir að hugmyndir hafi verið uppi um að Peña Nieto myndi heimsækja Washington-borg í þessum mánuði eða þeim næsta. Embættismenn beggja landa hafi hins vegar sammælst um að gleyma þeim í bili eftir símtal forsetanna tveggja í vikunni. Hvorugur þeirra er sagður hafa verið tilbúinn að gefa eftir þegar þeir ræddu saman í síma á þriðjudag. Þeir hafi eytt stórum hluta fimmtíu mínútna símtalsins í að ræða málefnið. Blaðið hefur eftir mexíkóskum embættismanni að Trump hafi á vissum tímapunkti misst stjórn á skapi sínu við starfsbróður sinn. Bandarískir embættismenn lýsa því hins vegar þannig að Trump hafi verið pirraður og við það að missa þolinmæðina. Trump hafi talið það vera ósanngjart af Peña Nieto að ætlast til þess að hann viki frá hugmynd sinni um að láta Mexíkóa greiða fyrir múrinn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, hefur lagt hugmyndir um opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á hilluna eftir að símtal hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fór ekki að óskum í vikunni. Trump var ekki tilbúinn að viðurkenna afstöðu Mexíkóstjórnar um að hún ætli ekki að greiða fyrir vegg á landamærum landanna. Landamæramúrinn var eitt helsta baráttumál Trump í kosningabaráttunni árið 2016. Þar fullyrti hann að Mexíkóar kæmu til með að greiða fyrir múrinn. Eins og gefur að skilja hafa þær hugmyndir fallið í grýttan jarðveg hjá mexíkóskum stjórnvöldum. Peña Nieto blés meðal annars af fyrirhugaða heimsókn til Bandaríkjanna skömmu eftir að Trump tók við embætti vegna ágreinings um múrinn.Segja Trump hafa verið pirraðan og við að missa þolinmæðina Washington Post segir að hugmyndir hafi verið uppi um að Peña Nieto myndi heimsækja Washington-borg í þessum mánuði eða þeim næsta. Embættismenn beggja landa hafi hins vegar sammælst um að gleyma þeim í bili eftir símtal forsetanna tveggja í vikunni. Hvorugur þeirra er sagður hafa verið tilbúinn að gefa eftir þegar þeir ræddu saman í síma á þriðjudag. Þeir hafi eytt stórum hluta fimmtíu mínútna símtalsins í að ræða málefnið. Blaðið hefur eftir mexíkóskum embættismanni að Trump hafi á vissum tímapunkti misst stjórn á skapi sínu við starfsbróður sinn. Bandarískir embættismenn lýsa því hins vegar þannig að Trump hafi verið pirraður og við það að missa þolinmæðina. Trump hafi talið það vera ósanngjart af Peña Nieto að ætlast til þess að hann viki frá hugmynd sinni um að láta Mexíkóa greiða fyrir múrinn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira