Brotthvarfið svakalegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Menntamálaráðherra vill auka sálfræðiþjónustu í skólum. Vísir/ernir Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira