Innlent

Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Níu áætlunarferðum á vegum Icelandair var frestað í morgun vegna veðurs. Farþegaþotur flugfélagsins voru reiðubúnar til brottfarar á Keflavíkurflugvelli þegar ferðunum var frestað vegna veðurs. Ekki var hægt að hleypa farþegum aftur inn í flugstöðina vegna þess að ekki var talið óhætt að fara með vélarnar að landgangi.

Þurftu því farþegarnir að sitja sem fastast í vélunum úti á flugbrautunum á meðan veðrið gekk niður en Guðjón Arngrímsson segir í samtali við Vísi að tvær af vélunum hafi farið í loftið nú rétt fyrir tíu í morgun og hinar muni taka af stað á ellefta tímanum. 

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ein þeirra sem beið í vél frá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mikið hvassviðri var þar í morgun og sagði Bryndís á Facebook að veran inni í flugvélinni minnti meira á að vera á að vera um borð í skipi á sjó, enda mikið vagg á vélinni.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir við Vísi að töluverður fjöldi farþega hafa mætt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt sem átti bókað flug frá Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. 

 
Current situation...#storm !! Stuck on the runway #filmmakerslife

A post shared by GUS OLAFSSON (@gusola) on Feb 21, 2018 at 12:54am PST




Fleiri fréttir

Sjá meira


×