Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum og þá helst með upptök fjarri byggð í hafinu milli Grímseyjar og lands.

Við kynnum okkur þetta betur í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og ræðum meðal annars við íbúa á Húsavík, þar sem fólk hefur síðustu daga dustað rykið af viðbragðsáætlunum.

Í fréttatímanum ræðum við líka við yfirmann hjá eftirlitsstofnun EFTA, sem telur ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar brjóta gegn EES-samningnum.

Loks hittum við sautján ára gamlan ítalskan skiptinema sem hefur dvalið á Íslandi í aðeins fimm mánuði en náð sterkum tökum á íslenskri tungu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×