Smálán eru vaxandi vandamál Ásta S. Helgadóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun