Áfram veginn Katrín Jakobsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þegar Stígamót voru stofnuð á þessum degi fyrir 28 árum, þótti mörgum að þar væru á ferðinni öfgafull samtök. Konum, sem lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi, var ekki trúað. Og börn, sem sögðu frá, áttu sjaldnast von á að vera tekin alvarlega. Viðhorf samfélagsins var iðulega að þolendurnir væru að segja ósatt eða hefðu misskilið eigin upplifun frekar en að gróft heimilisofbeldi væri nánast daglegt brauð á litla Íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er við hæfi að líta um öxl og þakka öllu því baráttufólki sem hefur hjálpað okkur að þokast áfram. En við þurfum líka að staldra við og greina „öfgafólk“ samtímans. Hvaða raddir eru það sem við viljum frekar þagga niður í en hlusta á, af því að þær fara með óþægilegan sannleik? #metoo bylgjan hefur afhjúpað áreitni og ofbeldi sem hefur viðgengist alltof lengi og í öllum kimum íslensks samfélags. Haft var eftir Cynthiu Enloe, sem flutti fyrirlestur við Háskóla Íslands á dögunum, að fyrirsjáanlegt bakslag eftir #metoo umræðuna væri ákall um að gera þyrfti greinarmun á frásögnum kvenna. Áreitni væri ekki það sama og nauðgun og lélegur karlrembubrandari ekki það sama og áreitni og svo framvegis. Enloe varaði við þessu og sagði að nú væri ekki tími til að greina á milli heldur til að tengja saman. Því #metoo sögurnar eru ekki aðskildar sögur um einstaklinga sem fara yfir mörk annarra. Þetta er samhangandi frásögn um menningu sem þarf að uppræta fyrir fullt og allt. Og til þess þarf að skilja samhengið. Á dögunum skipaði ég stýrihóp, undir forystu Höllu Gunnarsdóttur ráðgjafa míns í málaflokknum, sem er ætlað að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum úrbótum er varða kynferðislegt ofbeldi. Hópnum er meðal annars gert að vinna að heildarendurskoðun á forvörnum og fræðslu, móta stefnu gegn stafrænu kynferðisofbeldi, útfæra hugmyndir um styrkari stöðu brotaþola og gera tillögur um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo. Sérstaklega skal hópurinn líta til þeirrar margþættu mismununar, sem konur af erlendum uppruna, konur sem ekki búa við efnahagslegt öryggi, fatlaðar konur og hinsegin konur verða fyrir. Þessi nefndarskipan kann að láta lítið yfir sér en verkefnið er ærið. Því á vanda af þessari stærðargráðu er engin ein töfralausn og ekki dugir einföld lagabreyting eða aðgerðaáætlun. Hér þarf að taka bæði stór og smá skref. Það er von mín að þegar þessu kjörtímabili lýkur hafi okkur miðað áfram. Til að mynda verði fullgildingu Istanbúl-samningsins að fullu lokið, árangur af auknu fjárframlagi til málaflokksins – og pólitískri áherslu á hann – verði augljós og að lögum hafi verið breytt til að styrkja stöðu þolenda kynferðisofbeldis. Þá hafi okkur tekist að nýta #metoo til að breyta um stefnu; til að skilja betur hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem ýtir undir og viðheldur kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Stjórnvöld geta aldrei breytt menningu ein og sér, en þau geta troðið slóðina og stutt við bakið á því baráttufólki sem hefur opnað augu okkar fyrir því sem við vildum ekki sjá. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!Höfundur er forsætisráðherra
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun