Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:39 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi með núverandi Bandaríkjaforseta árið 2006. Vísir/Getty Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur kært Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þessa að hún telur að hið umtalaða þagnarsamkomulag þeirra sé dautt og ómerkt.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, viðurkenndi hins vegar í febrúar að hafa greitt klámmyndaleikkonunni umrædda upphæð. Hann hefur þó ekki viljað segja neitt um það hvers vegna hann greiddi henni rúmlega 13 milljónir króna. Clifford hefur því ákveðið að láta reyna á lögmæti samkomulagsins. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hún hafi ákveðið að kæra forsetann vegna málsins því hún segir að Trump hafi sjálfur aldrei formlega skrifað undir samkomulagið. Það hafi því aldrei tekið gildi.Sjá einnig: Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við TrumpÍ kærunni segir Clifford að greiðsla lögmannsins hafi verið til þess fallin að hræða hana til að halda sér saman um málið. Hún hefur þó tjáð sig um samband þeirra áður á opinberu vettvangi. Það gerði hún til að mynda í samtali við glanstímaritið InTouch árið 2011, 5 árum fyrir undirritun samkomulagsins og 5 árum eftir að hún og auðkýfingurinn sváfu saman - að hennar sögn. Á þeim tíma sem kynlíf þeirra á að hafa átt sér stað var Melania, eiginkona Donalds, nýlega búin að fæða drenginn Barron, yngsta son þeirra hjóna. Samband þeirra Trump og Clifford komst svo aftur í hámæli í janúar síðastliðnum þegar Wall Street Journal greindi frá þagnarsamkomulaginu. Klámmyndaleikkonan mun þá hafa átt í viðræðum við forsvarsmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar um að koma fram og segja frá framhjáhaldinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Stormy Daniels frjálst að ræða samband sitt við Trump Umboðsmaður klámmyndaleikkonunnar segir hana geta „sagt sögu sína“ eftir að lögmaður Donald Trumps til langs tíma viðurkenndi að hafa greitt henni 130 þúsund dali. 15. febrúar 2018 10:29