Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:10 Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. Telja þeir að gjöldin stríði gegn efnahagsstefnu flokksins og að þeir gætu valdið flokknum vandræðum í komandi þingkosningum. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af afleiðingum viðskiptastríðs og við hvetjum Hvíta húsið til að halda ekki áfram með þessi áform,“ sagði AshLee Strong, talsmaður Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í neðri deild þingsins.„Nýja skattastefnan hefur eflt efnahaginn og við viljum sannarlega ekki stefna því í hættu.“Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýju tollana á fimmtudag. Ef tillaga hans verður samþykkt verður 25 prósenta tollur settur á innfluttar stálvörur og tíu prósent á álvörur en Trump hefur lengi haldið því fram að innlendir stál- og álframleiðendur hafi verið fórnarlömb ósanngjarnra viðskiptahátta. Bandaríkin flytja inn fjórum sinnum meira stál en framleitt er innanlands. Talið er að nefnd þingsins um tekjuöflunarleiðir ríkisins sé einnig mótfallin tollunum og þá hafa hátt settir öldungadeildarþingmenn Repúblikana einnig látið óánægju sína í ljós.Tollarnir ekki góðir fyrir komandi kosningabaráttu Ekki er ljóst hvort að mótmæli innan flokksins hafi áhrif á áform forsetans en þetta er í fyrsta sinn sem ákvörðun Trump stríðir beint gegn grunnstefinu flokksins. Telja margir Repúblikanar til að mynda að tollarnir grafi undan skattalækkunum sem flokkurinn fékk samþykktar í desember. Í nóvember á þessu ári ganga Bandaríkjamenn til kosninga á miðju kjörtímabili þar sem kosið verður um hluta þingsæta í bæði efri og neðri deild þingsins. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og vilja Demókratar freista þess að breyta þeirri stöðu. Enn er ekki búið að ganga frá tollatillögunni en búist er við því að það verði gert á næstu vikum.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Segir tollastríð sjaldan enda vel Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. 4. mars 2018 22:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20