Um umræðuna um umskurð Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskornir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlislægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa.Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutningamálið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum.Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hitamála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar.Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þingnefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndarmenn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun