Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 21:00 Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes. Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. Útgerðarmaður í eyjunni er bjartsýnn enda nóg af fiski í sjónum um þessar mundir, til þess að halda atvinnuhjólunum gangandi. Byggðastofnun réðst í tilraunaverkefni á Raufarhöfn árið 2012 sem kallast brothætt byggð en með því var leitað lausna á bráðum vanda vegna fólksfækkunar og erfiðleika í atvinnulífinu undangenginna ára. Í heildina eru átta byggðarlög sem teljast til brothættra byggða í dag og er Grímsey ein þeirra. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey frá aldamótum en þá höfðu tæplega hundrað manns lögheimili í eynni. Í dag eru þeir færri en 70 en þess utan eru aðeins á bilinu 30 til 40 með fasta búsetu allt árið. Grímseyingum er mikið í mun um að byggð haldist í eynni. Í upphafi ársins 2015 skulduðu útgerðirnar þrjár sem þá gerðu út frá Grímsey þrjá milljarða sem endaði með því að einn burðarásanna í eynni seldi allan kvóta sinn til Fáskrúðsfjarðar. Útgerðarmaður sem hefur gert út og verið á sjó í Grímsey í rúm þrjátíu ár segir bjartsýni ríkja. „Það er bara flott núna. Það er hörku veiði og blíðu veður. Það er fínasti afli,“ segir Jóhannes Henningsson, útgerðarmaður.Þessa dagana fara sjómenn í eyjunni út til þorskveiða á meðan loðnan gengur hjá. Úthlutaður kvóti til skipa með heimahöfn í Grímsey nam 2.290 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári og þar af eru 1896 tonn í aflamarkskerfinu og 394 tonn í krókaaflamarkskerfinu. „Það er nóg af þorski núna, það vantar ekkert af því. Það en enn talsvert mikið að kvóta í eyjunni og hefur verið brjáluð veiði undanfarið. Það hefur verið blíðu veður núna en áður var það óstillt fram eftir janúar eða svona frá jólum en svo er búin að vera einmuna blíða núna,“ segir Jóhannes.Bátarnir eru þó ekki margir sem gera út frá eynni„Þeir eru nú ekki margir, ætli þeir séu ekki núna svona þrír bátar í augnablikinu,“ segir Jóhannes.
Grímsey Sjávarútvegur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira