Handbolti

Birna með stórleik í naumu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birna eftir landsleik í Laugardalshöll.
Birna eftir landsleik í Laugardalshöll. vísir/ernir
Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik í tapi Århus United, 23-22, gegn Odense á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta kvenna í dag.

Barna dra vagninn hjá sínu liði, en hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 10-10, varð niðurstaðan svo naumur sigur Odense, 23-22.

Árósar-liðið situr í tíunda sæti deildarinnar, en eftir sigurinn er Odense komið í annað sæti deildarinnar.

Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk í 27-25 sigri KIF Kolding Köbenhavn á TM Tønder í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ólafur, sem varð faðir á dögunum, skoraði þrjú mörk úr átta skotum, en en KIF leiddi 14-12 í hálfeik. Að auki gaf Ólafur eina stoðsendingu.

Eftir sigurinn er KIF áfram í níunda sæti deildarinnar, en þeir eru í baráttu við Nordsjælland um síðasta sætið í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×