Handbolti

Seinni bylgjan: Æsispennandi toppbarátta fram undan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Staðan í Olís deild karla eftir 20. umferð
Staðan í Olís deild karla eftir 20. umferð vísir
Toppbaráttan í Olís deild karla er galopin og geta þrjú lið unnið deildarmeistaratitilinn þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

FH er á toppnum með 32 stig. Næstir koma Selfyssingar með 30 stig og ÍBV er svo með 28 stig í 3. sætinu. Eyjamenn eiga hins vegar leik til góða vegna þáttöku þeirra í Evrópukeppni. Sá leikur er gegn ÍR og má gera fastlega ráð fyrir því að sá leikur vinnist.

Í næstu umferð, sem er þó ekki leikin fyrr en 18. mars vegna bikar og landsleikjahlés, mætast FH og Selfoss. Selfoss á innbyrðis viðureign á FH, svo ef Sunnlendingarnir vinna þann leik þá fara þeir í toppsætið og eiga svo leik gegn botnliði Víkings í síðustu umferðinni.

Strákarnir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport ræddu stöðuna í deildinni í gærkvöld og veltu fyrir sér hvað myndi gerast ef öll liðin yrðu jöfn að 22. umferðum loknum.

„Nú bara verður þú að hringja í vin,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson.

„Ég stend í þeirri meiningu að það sé þá innbyrðismarkatala þessara þriggja liða,“ sagði Sebastian Alexandersson.

Ef Selfoss vinnur FH og ÍBV nær þeim ekki að stigum þá verður Selfoss deildarmeistari. En sérfræðingarnir voru ekki með það á hreinu hvað myndi gerast ef þrjú lið yrðu jöfn á toppnum.

Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá í heild sinni hér að neðan.

Miðvikudaginn 14. mars: ÍBV - ÍR, frestaður leikur úr 18. umferð

21. umferð, sunnudaginn 18. mars:

Fjölnir - Haukar

FH - Selfoss

Valur - Afturelding

Víkingur - Grótta

ÍR - Fram

ÍBV - Stjarnan

22. umferð, miðvikudaginn 21. mars:

Selfoss - Víkingur

Haukar - Valur

Fram - ÍBV

Stjarnan - FH

Grótta - Fjölnir

Afturelding - ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×