„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 16:43 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Mynd/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06