Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 19. mars 2018 11:22 Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun