Handbolti

Föst karfa veldur seinkun í Valsheimilinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karfan sat sem fastast
Karfan sat sem fastast vísir
Leik Val og Aftureldingar í Olís deild karla sem átti að hefjast klukkan 19:30 í kvöld hefur verið seinkað vegna þess að karfa hangir föst inni á vellinum.



Valsheimilið er, eins og svo mörg íþróttahús á Íslandi, notað undir fjölda íþrótta og eru körfuboltakörfur hangandi niðri úr loftunum út um allan völl. Ein karfan virðist vera eitthvað biluð og ekki náðist að lyfta henni upp.



Búið er að fresta leiknum um hálftíma og nú þegar þessi frétt er skrifuð eru leikmenn enn að reyna að halda á sér hita á meðan starfsmenn athafna sig við körfuna.



Leikurinn er í næst síðustu umferð Olís deildar karla og átti hún öll að fara fram á sama tíma. Hinir leikirnir fimm hófust hins vegar á réttum tíma, klukkan 19:30.



Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá þessum leik í Valsheimilinu og mun útsending hefjast um leið og leikurinn fer af stað.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×