Tengdadóttir Trump sækir um skilnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 06:39 Vanessa Trump ásamt Donald Trump yngri Vísir/Getty Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59