Handbolti

Arnar hættir eftir tímabilið í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar
Arnar vísir/anton
Arnar Pétursson mun hætta sem þjálfari ÍBV eftir yfirstandandi tímabil er því kemur fram á vef Morgunblaðsins nú í kvöld. ÍBV varð bikarmeistari um helgina, en margt og mikið hefur gengið á í Eyjum síðan þá.

ÍBV varð bikarmeistari um helgina þegar þeir unnu Fram, en Vísir greindi frá því að til átaka hafi komið í fögnuði liðsins svo að aðstoðarþjálfari liðsins var handtekinn eftir að hafa ráðist að hornamanni liðsins, Theodóri Sigurbjörnssyni.

Í kvöld vann ÍBV svo góðan sigur á ÍR sem heldur liðinu á lífi í baráttunni um deildarmeistaratitilinn, en Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru ekki með liðinu vegna þess að þeir voru settir í agabann. Þeir áttu að hafa gengið full langt í fögnuðinum um helgina.

Þetta er þriðja tímabilið sem Arnar þjálfar liðið einn, en hann hefur verið viðloðandi liðið frá því árið 2009. Eitt tímabilið þjálfaði hann liðið með Gunnari Magnússyni, en það er árið sem ÍBV varð Íslandsmeistari. Árið áður, eða tímabilið 2012-2013, þjálfaði hann liðið með Erlingi Richardssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×