Handbolti

Stórstjörnur ÍBV í agabann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Róbert og Sigurbergur á liðsmynd Eyjamanna eftir bikarsigurinn um síðustu helgi.
Róbert og Sigurbergur á liðsmynd Eyjamanna eftir bikarsigurinn um síðustu helgi. vísir/valli
Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins.

Tvímenningarnir, sem eru tveir af öflugustu leikmönnum liðsins, eru sagðir hafa gengið full geyst fram í fögnuði Eyjamanna eftir sigurinn á Fram í bikarúrslitum og heimildir herma að þeir verði ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Það eru ekki einu slæmu tíðindin úr Eyjum þessa vikuna því eins og Vísir greindi fyrstur frá þá er Theodór Sigurbjörnsson á meiðslalistanum eftir að hafa orðið fyrir árás af fyrrum aðstoðarþjálfara liðsins.

Það eru stór próf framundan hjá ÍBV því þeir eru enn í góðu færi að verða deildarmeistarar og einnig eru þeir enn að keppa í Áskorendakeppni Evróðu svo þetta eru ekki góðar fréttir af liðinu fyrir komandi leiki.

Leiknum í kvöld verður að sjálfsögðu lýst á Vísi og er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×