Umfjöllun: ÍBV - ÍR 30-26 | ÍBV heldur áfram að fagna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:15 Sigurbergur Sveinsson í leik með ÍBV á móti Val. Vísir/Stefán Mikilvægur sigur ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Jafnræði var með liðunum framan af en staðan í hálfleik 14-13 ÍBV í vil. Augun beindust að nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV fyrir leikinn og hvernig þeir myndu mæta til leiks eftir en aðstoðaþjálfari liðsins steig til hliðar á mánudaginn og þrír bestu leikmenn liðsins, Theodór Sigurbjörnsson, Róbert Aron Hostert og Sigurbergur Sveinsson voru allir fjarverandi. ÍBV byrjaði leikinn betur og leiddu þeir fyrstu 15 mínúturnar, ÍR þó aldrei langt frá, voru seigir í fyrri hálfleik og náðu forystunni í stöðunni 6-7, skiptust þá liðin á því að leiða leikinn en staðan þegar flautað var til hálfleiks, 14-13 fyrir heimamönnum. Síðari hálfleikurinn hófst rólega en ÍBV náði þó fínni forystu eftir 10 mínútna leik og staðan þá 19-16. ÍBV átti erfitt með að hrista gestina almennilega frá sér í leiknum en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tókst þeim að ná allri stjórn á leiknum. Þegar 10 mínútur eru til leiksloka leiða heimamenn með 5 mörkum og er erfitt að koma þá til baka gegn liði eins og ÍBV, en ÍR átti fá svör við sterkri vörn Eyjamanna sem unnu að lokum 30-26. Af hverju vann ÍBVSannkallaður karakter sigur hjá ÍBV, karakter og liðsheild hefur sjaldan átt jafn vel við en hjá ÍBV í kvöld. Vörn Eyjamanna var frábær og áttu gestirnir almennt fá svör. Hverjir stóðu uppúrMargir leikmenn ÍBV sem stigu upp í kvöld í fjarveru mikilvægra manna. Andri Heimir Friðriksson var frábær, flottur í vörn og sókn. Agnar Smári Jónsson hélt uppteknum hætti frá bikarúrslita leiknum og skoraði 8 mörk líkt og Kári Kristján Kristjánsson og þá átti Dagur Arnarsson einnig flottann leik. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki ÍBV. Hjá ÍR voru fáir sem stóðu beint upp úr en Jón Kristinn Björgvinsson var góður sem og Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði 5 mörk í dag. En Sturla Ásgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk. Hvað gekk illa ÍR átti engin svör við 5 plús 1 vörn Eyjamanna, ÍBV lokaði vel á þeirra lykilmann, Svein Andra Sveinsson. Þá var markvarsla ÍR slök. Hvað er framundanÁ sunnudaginn fer fram næst síðasta umferð Olís deildarinnar, ÍR tekur á móti Fram og ættu að fara að tryggja sér endanlega 8. sæti deildarinnar. ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn en þeir freista þess enn að taka deildarmeistaratitilinn til Eyja, en til þess að eiga þann möguleika þurfa þeir að treysta á sigur Selfoss gegn FH. Olís-deild karla
Mikilvægur sigur ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Jafnræði var með liðunum framan af en staðan í hálfleik 14-13 ÍBV í vil. Augun beindust að nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV fyrir leikinn og hvernig þeir myndu mæta til leiks eftir en aðstoðaþjálfari liðsins steig til hliðar á mánudaginn og þrír bestu leikmenn liðsins, Theodór Sigurbjörnsson, Róbert Aron Hostert og Sigurbergur Sveinsson voru allir fjarverandi. ÍBV byrjaði leikinn betur og leiddu þeir fyrstu 15 mínúturnar, ÍR þó aldrei langt frá, voru seigir í fyrri hálfleik og náðu forystunni í stöðunni 6-7, skiptust þá liðin á því að leiða leikinn en staðan þegar flautað var til hálfleiks, 14-13 fyrir heimamönnum. Síðari hálfleikurinn hófst rólega en ÍBV náði þó fínni forystu eftir 10 mínútna leik og staðan þá 19-16. ÍBV átti erfitt með að hrista gestina almennilega frá sér í leiknum en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tókst þeim að ná allri stjórn á leiknum. Þegar 10 mínútur eru til leiksloka leiða heimamenn með 5 mörkum og er erfitt að koma þá til baka gegn liði eins og ÍBV, en ÍR átti fá svör við sterkri vörn Eyjamanna sem unnu að lokum 30-26. Af hverju vann ÍBVSannkallaður karakter sigur hjá ÍBV, karakter og liðsheild hefur sjaldan átt jafn vel við en hjá ÍBV í kvöld. Vörn Eyjamanna var frábær og áttu gestirnir almennt fá svör. Hverjir stóðu uppúrMargir leikmenn ÍBV sem stigu upp í kvöld í fjarveru mikilvægra manna. Andri Heimir Friðriksson var frábær, flottur í vörn og sókn. Agnar Smári Jónsson hélt uppteknum hætti frá bikarúrslita leiknum og skoraði 8 mörk líkt og Kári Kristján Kristjánsson og þá átti Dagur Arnarsson einnig flottann leik. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki ÍBV. Hjá ÍR voru fáir sem stóðu beint upp úr en Jón Kristinn Björgvinsson var góður sem og Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði 5 mörk í dag. En Sturla Ásgeirsson atkvæðamestur með 8 mörk. Hvað gekk illa ÍR átti engin svör við 5 plús 1 vörn Eyjamanna, ÍBV lokaði vel á þeirra lykilmann, Svein Andra Sveinsson. Þá var markvarsla ÍR slök. Hvað er framundanÁ sunnudaginn fer fram næst síðasta umferð Olís deildarinnar, ÍR tekur á móti Fram og ættu að fara að tryggja sér endanlega 8. sæti deildarinnar. ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn en þeir freista þess enn að taka deildarmeistaratitilinn til Eyja, en til þess að eiga þann möguleika þurfa þeir að treysta á sigur Selfoss gegn FH.