Aðstoðarmanni Trump fylgt út úr Hvíta húsinu, grunaður um fjárglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 17:00 McEntee gerðist persónulegur aðstoðarmaður Trump strax á fyrstu mánuðum forsetaframboðs hans. Vísir/AFP Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Persónulegur aðstoðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var rekinn í dag vegna þess að hann er til rannsóknar vegna alvarlegra fjárglæpa. Honum var fylgt út úr Hvíta húsinu í dag en var á sama tíma ráðinn til að vinna fyrir forsetaframboð Trump árið 2020. John McEntee hefur unnið fyrir Trump frá því í kosningabaráttunni sem persónulegur aðstoðarmaður. Hann hefur haldið því starfi áfram í Hvíta húsinu. Wall Street Journal sagði fyrst frá brotthvarfi McEntee. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt rannsaka meint brot hans sem séu alvarleg. Hvíta húsið vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar í dag, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Tilkynnt var um ráðningu McEntee sem ráðgjafa framboðs Trump í dag.Fjölda náinna bandamanna horfinn á brautMcEntee er enn einn náni samstarfsmaður Trump sem hverfur á braut á skömmum tíma. Keith Schiller, lífvörður Trump til fjölda ára, hætti í haust. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að Hope Hicks, samskiptastjóri Hvíta hússins, hætti en samband hennar og Trump hefur verið afar náið frá því í kosningabaráttunni. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hefur þurft að láta af störfum vegna þess að umsóknir þeirra um öryggisheimildir um aðgang að trúnaðargögnum hafa ekki verið samþykktar. Jared Kushner, tengdasonur Trump og hans helsti ráðgjafi, missti þannig aðgang að trúnaðargögnum sem hann hafði áður.Þá rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, í dag. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, á að taka við embættinu í hans stað.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Samskiptastjóri Trump segir af sér Hope Hicks bætist á langan lista starfsmanna Hvíta hússins í forsetatíð Trump sem látið hafa af störfum. 28. febrúar 2018 21:54
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50