Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:50 Tillerson var forstjóri ExxonMobile áður en hann féllst á að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, tekur við embættinu. Utanríkisráðuneytið segir brottreksturinn hafa komið Tillerson á óvart og að hann hafi komist að því þegar forsetinn tísti um að Tillerson væri rekinn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump hafi beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hefur eftir henni. Trump tísti um ákvörðunina og sagði að Gina Haspel, aðstoðarforstjóri CIA, taki við af Pompeo. Hún yrði fyrsta konan til að stýra CIA verði skipun hennar staðfest í þinginu. Í yfirlýsingu hvetur Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga. Þakkar forsetinn Tillerson fyrir störf sín og segir að hann hafi áorkað miklu á fjórtán mánuðum í embætti.Stormasamt sambandWashington Post segir að Trump hafi beðið Tillerson um að víkja á föstudag. Þá var Tillerson á ferðalagi í Afríku en sneri skyndilega heim til Washington-borgar í gær. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá því að veikindi gætu verið orsök þess. Blaðið hefur eftir embættismönnum að Trump hafi talið mikilvægt að skipta um utanríkisráðherra í aðdraganda boðaðs fundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og samningaviðræðna um fríverslunarsamninga. Samband Trump og Tillerson hefur verið nokkuð stormasamt. Mikla athygli vakti þegar fjölmiðlar greindu frá því að Tillerson hefði kallað Trump „fávita“ eftir tilraun hans og fleiri ráðherra til þess að upplýsa forsetann um utanríkis- og varnarmál í fyrra. Tillerson neitaði því aldrei beint að hafa látið ummælin falla. Í kjölfarið stakk Trump upp á því að hann og Tillerson myndi taka greindarvísitölupróf. Hann væri sigurviss í þeirri keppni. Pompeo var fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins þegar Trump tilnefndi hann sem forstjóra leyniþjónustunnar í fyrra. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Kansas-ríki árið 2011 og var hluti af bylgju frambjóðenda róttæku Teboðshreyfingarinnar sem ýtti Repúblikanaflokknum lengra til hægri á þeim árum.Hefur ekki rætt við Trump Tillerson hefur ekki rætt við Trump og veit ekki hver ástæðan fyrir brottrekstri hans er, samkvæmt talsmanni hans. Brottrekstur hans kom honum á óvart. Tillerson segist þakklátur fyrir að hafa fengið að þjóna en hann ætlaði sér að sinna starfi sínu til enda. Trump segist hafa „tekið ákvörðunina sjálfur“ og að Tillerson verði mun ánægðari núna. Blaðamaður AP sem var í áðurnefndri flugvél með ráðherranum fyrrverandi segir að ekkert útlit hafi verið fyrir að víkja ætti Tillerson úr starfi fyrir rúmum fjórum tímum síðan.President Trump speaks after sacking Secretary of State Rex Tillerson, replacing him with Mike Pompeo pic.twitter.com/ko0Nftnis6— Sky News (@SkyNews) March 13, 2018 Remarkable statement from State Department spokesman on Tillerson firing: pic.twitter.com/iBpLaK1tXw— Jake Tapper (@jaketapper) March 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08 Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59 Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Segja að ekki standi til að reka Tillerson Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson. 1. desember 2017 08:08
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29
Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Fráfarandi þingmaður repúblikana segir að Tillerson utanríkisráðherra sé einn þriggja fulltrúa í ríkisstjórninni sem komi í veg fyrir að Bandaríkin leysist upp í glundroða. 4. október 2017 19:59
Trump stingur upp á að bera greindarvísitölu sína saman við utanríkisráðherrans Og forsetinn er viss um hver hefði betur í þeim samanburði. 10. október 2017 12:10