Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. mars 2018 21:00 Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“ Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“
Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30