Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 28. mars 2018 21:00 Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“ Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Yfirvöld hafa í dag engin úrræði til að fylgjast með og hafa tölu á dæmdum barnaníðingum. Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með slíkum einstaklingum og telur ólíklegt að það muni valda meiri jaðarsetningu hópsins. Sagt var frá frumvarpi þingmannsins Silju Daggar Guðmundsdóttur í kvöldfréttum í gær. Þar eru bæði lögð til ýmiss konar eftirlitsúrræði gagnvart dæmdum níðingum og auk þess kveðið á um aukna upplýsingagjöf til barnaverndarstofu um hverjir og hvar níðingarnir séu.Sífellt fleiri brot í netheimum Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri stofnunarinnar bendir á að Barnaverndarstofa hafi fyrst lagt til að slíkt yrði leitt í lög fyrir um átta árum síðan, en pólitískur vilji verið lítill. Hún kveðst fagna frumvarpi Silju Daggar, enda sé lagaramminn afar fátæklegur í dag. „Það eru í sjálfu sér engin ákvæði í lögum í fyrsta lagi til þess að greina hverjir eru hættulegir og þá þeir sem teljast hættulegir hverju sinni, að fylgjast með þeim eða veita þeim sérstaka athygli.“ Heiða Björg telur ekki gengið of langt með úrræðum á borð við eftirlit með heimili og tölvunotkun. Þannig bendir hún á að kynferðisbrot séu sífellt oftar framin í netheimum og sé eftirlit á því sviði ekki síður nauðsynlegt en í raunheimum. „Menn eru jafnvel að sjá brot sem eru að eiga sér stað á milli heimsálfa, eins og hefur gerst á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það sé hægt að fylgjast með því að einstaklingar séu ekki að nýta sér þannig tækni til að brjóta gegn börnum.“Hættulegt að jaðarsetja þessa einstaklinga Í frumvarpinu segir að Barnaverndarstofa skuli sinna eftirliti með dæmdum mönnum. Heiða Björg segir stofnunina reiðubúna í slíkt eftirlit, en erfitt sé að segja til um hvort það muni krefjast aukins starfsmannafjölda og fjármagns. „Það verður þá að koma í ljós hversu algengt er það verði dæmt um svona eftirlit, að það eigi að fylgja með í kjölfar afplánunar og hversu mörg mál þetta verða.“ Hún telur ólíklegt að lagabreyting af þessum toga myndi jaðarsetja dæmda brotamenn. Þannig þurfi að gera skýran greinarmun á gagnagrunnum sem stjórnvöld geyma yfir slíka menn annars vegar og opinberum vefsíðum þar sem þeir eru nafngreindir hins vegar. „Það er hættulegt og jaðarsetur einstaklinga og það gerir þá hættulegri. En frumvarp sem gerir ráð fyrir því að opinberir aðilar geti fylgst með og veitt nauðsynlegt aðhald það er að mínu mati einmitt til þess fallið að menn verði síður jaðarsettir.“
Alþingi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30