Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:06 Samband Trump og Clifford á að hafa átt sér stað árið 2006. Þá var Trump tiltölulega nýgiftur núverandi eiginkonu sinni. Vísir/AFP Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33