Tölvurnar að þurrka út sýningarstjórana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Vísir/STEFÁN „Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Breytingarnar hafa orðið svo miklar núna. Tölvurnar hafa tekið alveg yfir á svo stuttum tíma,“ segir Einar Ágúst Kristinsson, formaður Félags sýningarstjóra við kvikmyndahús. Sýningarstjórar í kvikmyndahúsum eru deyjandi stétt á stafrænni öld og verið nokkuð um uppsagnir og fækkun á sýningarstjórum bíóanna undanfarin misseri, nú síðast um áramótin, til að mæta breyttum tímum og tækni. „Þetta er allt orðið tölvustýrt. Við getum bara stjórnað þessu úti í bæ. Það eru engar filmur í gangi í dag,“ segir Einar Ágúst sem er einn af nokkrum síðustu sýningarstjórum landsins eftir að stafrænar myndir hófu innreið sína fyrir alvöru fyrir um fjórum til fimm árum. Þótt sýningarstjórum hafi fækkað eru þeir ekki með öllu horfnir. En verkefni þeirra hafa breyst. „Núna verður bara tæknistjóri fyrir bíóhúsið. Hann setur myndina upp í byrjun og svo þarf ekkert að hugsa um þetta meira.“ „Tækniþróunin hefur verið alveg ofboðslega hröð. Ég held að það sé leitun að einhverju sem hefur þróast jafnhratt. Núna er hætt að tala um sýningarvélar, núna fer þetta bara allt í gegnum stóran myndvarpa.“ Þróun undanfarinna ára hefur einnig sett svip sinn á stéttarfélagið sem Einar Ágúst veitir formennsku. „Við erum um tuttugu sem erum í félaginu. Menn hafa margir farið út í annað en haldið sig þó við félagið. En það hefur snarfækkað síðustu fjögur, fimm árin út af tölvunum.“ Segir Einar Ágúst þetta eiga við um öll bíóin. Nú sé hægt að standa í tækniherbergi í Smárabíói og stýra öllum sölum bæði þar og í Háskólabíói. Í gamla daga hafi þurft fagmenn til að meðhöndla filmurnar þar sem þær hafi meðal annars verið svo eldfimar. Nú sé Bíó Paradís eina bíóið, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, sem geti sýnt myndir líka á filmu.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira