Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 18:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira