Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 14:40 Framhjáhald Trump með Clifford á að hafa átt sér stað á sama tímabili og Playboy-fyrirsæta segist hafa verið með honum. Vísir/AFP Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila