Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 14:40 Framhjáhald Trump með Clifford á að hafa átt sér stað á sama tímabili og Playboy-fyrirsæta segist hafa verið með honum. Vísir/AFP Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45