Handbolti

Tímabilið gert upp í Seinni bylgjunni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það verður mikið um dýrðir í Seinni bylgjunni í kvöld.
Það verður mikið um dýrðir í Seinni bylgjunni í kvöld. Vísir
Deildarkeppninni í Olísdeild karla er lokið og verður tímabilið gert upp í Seinni bylgjunni klukkan 22.00 í kvöld. Um leið verður byrjað að líta til úrslitakeppninnar sem hefst 13. apríl.

ÍBV varð sem kunnugt er deildarmeistari á miðvikudagskvöld eftir æsilega lokaumferð. Eyjamenn lentu óvænt í basli með Fram og unnu á marki Agnars Smára Jónssonar í blálok leiksins. Selfyssingar sátu eftir með sárt ennið sem og FH-ingar en öll lið voru jöfn að stigum eftir keppni vetrarins.

Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans munu fara um víðan völl í þætti kvöldsins. Lið ársins verður valið sem og besti leikmaðurinn, besti ungi leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti varnarmaðurinn. Verðlaunahafar munu líta við og verða teknir tali í þættinum.

Þá verða bestu tilþrif vetrarins í Hætt'essu tekin saman og margt fleira áhugavert tekið fyrir í þættinum.

Sérstakur upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppnina í Olísdeild kvenna verður sýndur á mánudgskvöldið 2. apríl, á öðrum í páskum, en úrslitakeppnin hefst degi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×