Lögmaður áminntur vegna tilhæfulauss reiknings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. VÍSIR/GETTY Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson var á síðasta degi febrúarmánaðar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna vegna háttsemi sinnar í garð umbjóðanda síns. Atvik málsins eru þau að í októbermánuði féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á kröfu velferðarsviðs Kópavogsbæjar þess efnis konu yrði gert að sæta nauðungarvistun á sjúkrahúsi vegna örlyndis og mögulegrar geðhvarfasýki. Konan skaut málinu til héraðsdóms og gætti áðurnefndur Ómar hagsmuna hennar fyrir dómi. Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sýslumanns með úrskurði en þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar. Ómar R. Valdimarsson, lögmaður.Með dómi réttarins var úrskurðurinn staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms var kveðið á um að þóknun Ómars, 148 þúsund krónur, greiddist úr ríkissjóði. Í Hæstarétti var þóknun Ómars dæmd 124 þúsund til viðbótar. Það taldi Ómar aðeins ná yfir hluta þeirrar vinnu sem hann vann. Hann hafi unnið í rúmar 20 klukkustundir vegna málsins og tímagjald hans sé tæpar 23 þúsund krónur auk virðisaukaskatts. Gaf hann því út reikning vegna aksturs og þeirrar upphæðar sem upp á vantaði, alls rúmar 325 þúsund krónur. Þessu vildi konan ekki una og kvartaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún að Ómar hefði gert á hlut sinn með útgáfu reikningsins og krafðist þess að hann yrði felldur niður. Úrskurðarnefndin taldi að ákvörðun um þóknun talsmanns eða verjanda í lögræðismáli færi eftir ákvæðum lögræðislaga. Engin „lögbundin né samningsbundin stoð [var] fyrir hinum umþrætta reikningi“. Lögmaðurinn átti því ekki frekari heimtingu á greiðslu þóknunar umfram það sem dómstólar ákváðu. Reikningurinn var því felldur niður. Í ljósi þessa, og með hliðsjón af þeim aðstöðumunsem ríkti milli aðila, að háttsemi Ómars hafi ekki verið „til þess fallin að gæta heiðurs lögmannastéttarinnar“, var lögmaðurinn áminntur fyrir háttsemi sína. – jóe
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira