Frey Frostasyni svarað vegna vistspors sjókvíaeldis Jónatan Þórðarson skrifar 22. mars 2018 16:30 Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Neitar að læra af reynslunni Ísland er statt á krossgötum. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar