Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. mars 2018 06:00 Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir. Atkvæði bróðurdóttur eiganda Sundhallar Keflavíkur réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur í síðustu viku um nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sem Sundhöllin stendur á. Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eru fyrirhugaðar á svæðinu sem fela meðal annars í sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir íbúabyggð. Mikil umræða spratt upp fyrr í vikunni um húsið sem er hannað af Guðjóni Samúelssyni og skiptar skoðanir eru um hvort rífa beri húsið eða varðveita það. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María Unnarsdóttir. Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður hennar, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar. Frá því Una María tók sæti í umhverfis- og skipulagsráði árið 2014 hefur hún ávallt vikið sæti í málum sem varða málefni frænda sinna þar til í síðustu viku. „Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika og svo þótti mér það faglegra,“ segir Una María og segist ekki hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en þetta mál kom upp nú og hafi hún þá aflað sér lögfræðiálits um mögulegt vanhæfi. Hún vísar til 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ segir Una. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars segir: „Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag 2015-2030 en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki friðuð og samræmist ekki notkun svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.“ Fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna en Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana til eignarhaldsfélags feðganna fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Ekki var til deiliskipulag fyrir lóðina. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Fyrir áttu feðgarnir einnig lóðina að Framnesvegi 11 og óskað var heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði til deiliskipulagsvinnu fyrir þá lóð í nóvember 2014.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.JES ARKITEKTARÍ nóvember 2017 ákvað umhverfis- og skipulagsráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna og aftur sat Una María hjá við afgreiðslu málsins. Í hvorugu tilvikinu bera fundargerðir með sér að skiptar skoðanir séu um afgreiðslu málsins. Við fyrrgreinda afgreiðslu deiliskipulags fyrir lóðirnar í síðustu viku brá hins vegar svo við að Una María sat ekki hjá líkt og áður heldur myndaði meirihluta fyrir tillögunni með tveimur öðrum fulltrúum ráðsins. Tveir fulltrúar greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni og vísuðu í bókun til mögulegrar skaðabótaskyldu sem sveitarfélagið gæti skapað sér færi svo að Sundhöllin yrði skyndifriðuð af Minjastofnun. Minjastofnun hefur þegar skilað áliti um málið þess efnis að stofnunin muni ekki beita sér fyrir friðlýsingu hússins og sé það í höndum sveitarfélagsins að ákvarða framtíð þess. Una María vísaði sem fyrr segir til lögfræðiálits um hæfi sitt og segir engin tengsl milli sín og eigenda lóðanna þrátt fyrir skyldleikann. „Ég átti samtöl líka við minn flokk, Beina leið, og í þeim samtölum kom fram að það hefði verið alveg sama hver hefði setið fundina fyrir flokkinn, niðurstaðan hefði alltaf verið sú sama,“ segir Una. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Atkvæði bróðurdóttur eiganda Sundhallar Keflavíkur réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur í síðustu viku um nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sem Sundhöllin stendur á. Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eru fyrirhugaðar á svæðinu sem fela meðal annars í sér að hús Sundhallarinnar víki fyrir íbúabyggð. Mikil umræða spratt upp fyrr í vikunni um húsið sem er hannað af Guðjóni Samúelssyni og skiptar skoðanir eru um hvort rífa beri húsið eða varðveita það. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu. Þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María Unnarsdóttir. Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður hennar, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar. Frá því Una María tók sæti í umhverfis- og skipulagsráði árið 2014 hefur hún ávallt vikið sæti í málum sem varða málefni frænda sinna þar til í síðustu viku. „Ég hef setið hjá í öllum málum sem varða Húsanes vegna þessa skyldleika og svo þótti mér það faglegra,“ segir Una María og segist ekki hafa kynnt sér málið lagalega fyrr en þetta mál kom upp nú og hafi hún þá aflað sér lögfræðiálits um mögulegt vanhæfi. Hún vísar til 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ segir Una. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars segir: „Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag 2015-2030 en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð með 3-5 hæðum. Sundhöllin er ekki friðuð og samræmist ekki notkun svæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar allt frá árinu 2006.“ Fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna en Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana til eignarhaldsfélags feðganna fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Ekki var til deiliskipulag fyrir lóðina. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Fyrir áttu feðgarnir einnig lóðina að Framnesvegi 11 og óskað var heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði til deiliskipulagsvinnu fyrir þá lóð í nóvember 2014.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.JES ARKITEKTARÍ nóvember 2017 ákvað umhverfis- og skipulagsráð að auglýsa deiliskipulagstillöguna og aftur sat Una María hjá við afgreiðslu málsins. Í hvorugu tilvikinu bera fundargerðir með sér að skiptar skoðanir séu um afgreiðslu málsins. Við fyrrgreinda afgreiðslu deiliskipulags fyrir lóðirnar í síðustu viku brá hins vegar svo við að Una María sat ekki hjá líkt og áður heldur myndaði meirihluta fyrir tillögunni með tveimur öðrum fulltrúum ráðsins. Tveir fulltrúar greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni og vísuðu í bókun til mögulegrar skaðabótaskyldu sem sveitarfélagið gæti skapað sér færi svo að Sundhöllin yrði skyndifriðuð af Minjastofnun. Minjastofnun hefur þegar skilað áliti um málið þess efnis að stofnunin muni ekki beita sér fyrir friðlýsingu hússins og sé það í höndum sveitarfélagsins að ákvarða framtíð þess. Una María vísaði sem fyrr segir til lögfræðiálits um hæfi sitt og segir engin tengsl milli sín og eigenda lóðanna þrátt fyrir skyldleikann. „Ég átti samtöl líka við minn flokk, Beina leið, og í þeim samtölum kom fram að það hefði verið alveg sama hver hefði setið fundina fyrir flokkinn, niðurstaðan hefði alltaf verið sú sama,“ segir Una.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum