Fótbolti

Strangar öryggisreglur á leik Íslands og Mexíkó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Má samt koma með víkingahornin á völlinn?
Má samt koma með víkingahornin á völlinn? Vísir/Getty
Ísland mætir Mexíkó í vináttulandsleik í San Francisco á föstudagskvöldið en gestgjafarnir eru NFL-lið San Francisco 49ers.

Leikurinn fer fram á Levi’s leikvanginum í Santa Clara en völlurinn er frekar nýr og tekur meira en 68 þúsund manns.

Það verða mjög strangar öryggisreglur á Íslandsleiknum og áhorfendur mega sem dæmi ekki koma með bakpokana sína inn á völlinn.

Pokarnir sem fólk má koma með verða annaðhvort að vera lítil veski sem rúmast í hendi eða litlir glærir pokar.





Það má heldur ekki komið með vatnsflöskur eða hitabrúsa inn á leikvanginn á þessum leik. Það er ljóst að menn ætla ekki að taka neina áhættu á því að áhorfendur reyni að smygla einhverju inn á leikinn.

Leikurinn hefur verið auglýstur vel með Mexíkóbúa í Kaliforníu og það er búist við því að þeir mæti vel á leikinn og verði þar miklu miklu fleiri en Íslendingar. Vonandi verða þó nokkri stuðningsmenn íslenska landsliðsins á svæðinu.

Forráðamenn Levi’s leikvangsins sendu frá sér fréttatilkynningu um öryggisreglurnar sem má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×