Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 23:50 Símtal Trump og Pútín í dag er ekki líklegt til að breyta þeirri ásýnd að Bandaríkjaforseti sé tregur til að gagnrýna rússneska starfsbróður sinn. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðu honum sérstaklega frá því að óska Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt fyrir símtal leiðtoganna tveggja í dag. Trump hafði þær ráðleggingar að engu og kaus einnig að láta vera að fordæma eiturvopnaárás í Bretlandi. Bandarískir embættismenn segja að í undirbúningsefni sem Trump fékk fyrir símtal sitt við Pútín í dag hafi staðið með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“, að því er Washington Post segir frá. Aðstoðarmenn Trump höfðu einnig lagt upp að forsetinn myndi fordæma taugaeitursárásina á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum en rússnesk stjórnvöld eru talin hafa staðið að baki henni. Sjálfur lýsti Trump símtali þeirra Pútín sem „mjög góðu“ í dag. Sagði hann fréttamönnum að hann hefði óskað Pútín velfarnaðar eftir að sá síðarnefndi tryggði sér endurkjör og nýtt sex ára kjörtímabil í kosningum á sunnudag. Kosningaeftirlitsmenn hafa varað við því að fjöldi dæma hafi verið um möguleg svik í kosningunum. Pútín hlaut 76% atkvæða. Washington Post segir það ekki ljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblöð aðstoðarmanna sinna og ráðgjafa fyrir símtalið. Á þeim var fjöldi umræðuefna sem áttu að stýra samtalinu en slíkt er alvanalegt við þessar aðstæður. Miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið að Trump hyggist reka H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Trump er sagður hafa átt frumkvæðið að símtalinu og hann hafi byrjað það á hamingjuóskunum. Stutt er síðan ríkisstjórn Trump tilkynnti um refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskiptanna af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárásum. Þá tók Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trump, undir með Bretum að Rússar hefðu staðið að taugaeitursárás á Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum.Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu á rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi og að hafa reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016..Vísir/AFPAðdáun á harðstjórum og einræðisherrum Leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafa veigrað sér við því að tjá sig um niðurstöður rússnesku forsetakosninganna, hvað þá að óska Pútín til hamingju. Spenna hefur einkennt samskipti vestrænna ríkja við Rússland undanfarið vegna afskipta þeirra af kosningum í Bandaríkjunum og víðar, málefnum Sýrlands og Úkraínu og nú síðast taugaeitursárásinni í Salisbury. Þrátt fyrir bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs árið 2016 hefur Trump ítrekað forðast að gagnrýna Rússa eða Pútín. Í fyrra sagðist Trump trúa því þegar Pútín neitaði að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Símtal hans og Pútín nú hefur vakið nokkra furðu og gagnrýni. Þannig sagði John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að bandarískur forseti leiði ekki frjálsa heiminn með því að óska einræðisherrum til hamingju með sigur í falskosningum.An American president does not lead the Free World by congratulating dictators on winning sham elections. And by doing so with Vladimir Putin, President Trump insulted every Russian citizen who was denied the right to vote in a free and fair election. https://t.co/lcQTBi7CA1— John McCain (@SenJohnMcCain) March 20, 2018 Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Athygli hefur vakið að Trump virðist bera sérstaka virðingu fyrir harðstjórum. Þannig lýsti hann mikill aðdáun á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í símtali þeirra í fyrra. Þúsundir manna hafa verið drepnir af lögreglu án dóms og laga í landinu í herferðinni. Þá óskaði Trump Recep Erdogan, forseta Tyrklands, til hamingju með sigur í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem jók völd hans í fyrr og lofaði aukin völd Xi Jinping, forseta Kína, sem breytti reglum um hversu lengi forseti getur setið við völd. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðu honum sérstaklega frá því að óska Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt fyrir símtal leiðtoganna tveggja í dag. Trump hafði þær ráðleggingar að engu og kaus einnig að láta vera að fordæma eiturvopnaárás í Bretlandi. Bandarískir embættismenn segja að í undirbúningsefni sem Trump fékk fyrir símtal sitt við Pútín í dag hafi staðið með hástöfum „EKKI ÓSKA TIL HAMINGJU“, að því er Washington Post segir frá. Aðstoðarmenn Trump höfðu einnig lagt upp að forsetinn myndi fordæma taugaeitursárásina á rússneskan fyrrverandi njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum en rússnesk stjórnvöld eru talin hafa staðið að baki henni. Sjálfur lýsti Trump símtali þeirra Pútín sem „mjög góðu“ í dag. Sagði hann fréttamönnum að hann hefði óskað Pútín velfarnaðar eftir að sá síðarnefndi tryggði sér endurkjör og nýtt sex ára kjörtímabil í kosningum á sunnudag. Kosningaeftirlitsmenn hafa varað við því að fjöldi dæma hafi verið um möguleg svik í kosningunum. Pútín hlaut 76% atkvæða. Washington Post segir það ekki ljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblöð aðstoðarmanna sinna og ráðgjafa fyrir símtalið. Á þeim var fjöldi umræðuefna sem áttu að stýra samtalinu en slíkt er alvanalegt við þessar aðstæður. Miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið að Trump hyggist reka H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Trump er sagður hafa átt frumkvæðið að símtalinu og hann hafi byrjað það á hamingjuóskunum. Stutt er síðan ríkisstjórn Trump tilkynnti um refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskiptanna af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárásum. Þá tók Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra Trump, undir með Bretum að Rússar hefðu staðið að taugaeitursárás á Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum.Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu á rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi og að hafa reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016..Vísir/AFPAðdáun á harðstjórum og einræðisherrum Leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafa veigrað sér við því að tjá sig um niðurstöður rússnesku forsetakosninganna, hvað þá að óska Pútín til hamingju. Spenna hefur einkennt samskipti vestrænna ríkja við Rússland undanfarið vegna afskipta þeirra af kosningum í Bandaríkjunum og víðar, málefnum Sýrlands og Úkraínu og nú síðast taugaeitursárásinni í Salisbury. Þrátt fyrir bandaríska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs árið 2016 hefur Trump ítrekað forðast að gagnrýna Rússa eða Pútín. Í fyrra sagðist Trump trúa því þegar Pútín neitaði að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Símtal hans og Pútín nú hefur vakið nokkra furðu og gagnrýni. Þannig sagði John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að bandarískur forseti leiði ekki frjálsa heiminn með því að óska einræðisherrum til hamingju með sigur í falskosningum.An American president does not lead the Free World by congratulating dictators on winning sham elections. And by doing so with Vladimir Putin, President Trump insulted every Russian citizen who was denied the right to vote in a free and fair election. https://t.co/lcQTBi7CA1— John McCain (@SenJohnMcCain) March 20, 2018 Opinber rannsókn stendur nú yfir á því í Bandaríkjunum hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Athygli hefur vakið að Trump virðist bera sérstaka virðingu fyrir harðstjórum. Þannig lýsti hann mikill aðdáun á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í símtali þeirra í fyrra. Þúsundir manna hafa verið drepnir af lögreglu án dóms og laga í landinu í herferðinni. Þá óskaði Trump Recep Erdogan, forseta Tyrklands, til hamingju með sigur í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem jók völd hans í fyrr og lofaði aukin völd Xi Jinping, forseta Kína, sem breytti reglum um hversu lengi forseti getur setið við völd.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Aðrir vestrænir leiðtogar hafa ekki haft mörg orð um endurkjör Pútín sem forseta Rússlands um helgina. 20. mars 2018 17:52
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30