Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 20:45 Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, er meðal annars sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann sagði fyrirtækið ekki nota gögn frá Facebook. Vísir/AFP Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45