Roseanne Barr bergmálar samsæriskenningu um barnaníðingshring Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 22:22 Barr gerði garðinn frægan með þáttunum Roseanne sem gengu í níu ár til 1997. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar. Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar.
Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira