Ætlar aftur að sleppa kvöldverði með blaðamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 19:39 Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila