Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:22 Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila