Vill að herinn standi vörð við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira