Handbolti

Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hitað var upp fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

Þar var rýnt í einvígin tvö í undanúrslitum en þau hefjast í kvöld þegar að Fram tekur á móti ÍBV klukkan 18.00 í Safamýri. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Framliðið á titil að verja en það hafnaði í öðru sæti deildarinnar. ÍBV endaði í þriðja sæti og því á Fram heimavöllinn en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimmuna.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum nú þegar á tímabilinu og alltaf hefur Framliðið haft betur. Spurningin er því einfaldlega:  Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram?

Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, fóru yfir málin í þættinum í gær en alla umræðuna um einvígi Fram og ÍBV má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×