Handbolti

Eyjamenn að missa báða markverðina sína og Stephen Nielsen fer í ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil.
Stephen hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. vísir/vilhelm
Liðin í Olís deild karla eru farin að safna liði fyrir næstu leik. Markvarðarmálin í Vestmanneyjum eru í óvissu.

Stephen Nielsen, sem leikið hefur með ÍBV síðastliðinn tvö ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Grétar Ari Guðjónsson, sem varði mark ÍR-inga í vetur, mun snúa aftur heim til Hauka í sumar. Grétar Ari var í láni í Breiðholtinu í vetur.

Grétar Ari leysir þar af landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson sem er að fara út í atvinnumennsku til Danmerkur.

Nielsen hefur einnig leikið með liðum Vals og Fram hér heima og hann var einnig um tíma hjá franska liðinu AIX. ÍBV lánaði Nielsen þá til Frakklands.

Markvarðarmálin í Vestmannaeyjum eru í uppnámi því það er líka annar markvörður líklega á förum úr Eyjum.

Það er nefnilega óvíst hvort Aron Rafn Eðvarðsson muni verja mark ÍBV á næstu leiktíð en hann hyggst freista gæfunnar erlendis á nýjan leik. Aron Rafn hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar tilkynnti ÍBV að hann ætli ekki að leika áfram með félaginu.

Það er deginum ljósara að ÍBV þarf nú að fylla í skörð þessara tveggja frábæru markvarða á næstu leiktíð. Þessi skörð eru hinsvegar vandfyllt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×